Flýtilyklar
Fjárhúsið
Festing fyrir bætiefnafötur
Sterkbyggð festing til að halda bætiefnafötunum á sínum stað. Hægt að bolta við jötubönd, grindur, milligerði, veggi eða annað nærtækt.
Standurinn er 30,5cm í þvermál og 20cm hár upp á brún og sérsniðinn fyrir kringlóttu bætiefnastampana frá Líflandi (Sauðfjárfata, Kúafata, Kálfafata, Hestafata o.fl.).
Auðvelt er að bolta hann við jötubönd, grindur, milligerði, vegg eða annað nærtækt. Æskilegt er að hafa hann í þannig hæð að gripir nái að sleikja innihaldið en ofar en afturendi gripa svo föturnar óhreinkist síður. Nota skal 10mm múrbolta, franskar skrúfur eða borðabolta til festingar. Tvö göt eru á lárétta hluta festingarinnar og tvö á lóðrétta, alls 4, þannig að hægt er að festa standinn mjög tryggilega ef með þarf.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.