Heilsuvörur gæludýr

Vetramil þófavax
Vetramil þófavax

Vetramil þófavax

Vörunúmer PAR19008202

Vetramil inniheldur dauðhreinsað hunang og kjarnaolíur sem eru bakteríu og sveppadrepandi, græðandi og skordýrafælandi. 45gr dós.

Verðmeð VSK
2.190 kr.
Verðán VSK 1.766 kr.

Vetramil þófavaxið er sérstaklega samsett til að vernda þófa á hundum. Þófar geta verið undir miklu álagi, bæði að sumri og vetri. Ís, snjór, salt, hraun og gróft undirlendi geta valdið þurrki og sársaukafullum sprungum. 

Hátt hlutfall ensíma í hunanginu virkar afar græðandi á sprungur og býflugnavaxið myndar varnarlag sem hvort tveggja stuðlar að heilbrigðum þófum. Þófavaxið er beiskt á bragðið, sem minnkar líkur á að hundurinn sleiki það af.  

Vetramil vörurnar voru þróaðar í Hollandi í samvinnu við háskólann í Wageningen. Vetramil inniheldur hunang með mjög hátt hlutfall glúkósa oxídasa ensíma (GOx). Þökk sé GOx, umbreytist hunangsklúkósi í glúkónsýru og hæglosandi vetnisperoxíð, sem er bakteríudrepandi og hreinsar sýkt sár. Lágt pH gildi stuðlar einnig að náttúrulegri gróanda. 

Hunangið í Vetramil er dauðhreinsað og undir ströngu eftirliti til að tryggja fullnægjandi innihald ensíma, sem er lykilatriðið í verkun Vetramil. 

Kjarnaolíurnar auka sótthreinsieiginleika Vetramil, því þær eru bakteríu og sveppadrepandi, en einnig græðandi og skordýrafælandi. 

Vetramil inniheldur ekki Tea Tree olíu. 

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is