Hófar & hárafar

PAVO OmegaFit 1 ltr
PAVO OmegaFit 1 ltr

PAVO OmegaFit 1 ltr

Vörunúmer 87295

Pavo OmegaFit inniheldur hina einstöku nýjung, Ahiflower olíu, sem hefur bætandi áhrif á feld og bólgusvar ónæmiskerfis. Hentar bæði hestum og hundum. 

Verðmeð VSK
9.590 kr.
Verðán VSK 7.734 kr.

Viltu hestinum þínum bara það besta? Viltu leggja honum til öfluga heilsubót með náttúrulegum aðferðum? Pavo OmegaFit er jurtaolía með styrk af Omega 3, 6 og 9 fitusýrum sem er vandfundinn og gerir vöruna að einu besta Omega bætiefninu á markaði í dag.  

Hestar mynda ekki lífsnauðsynlegar Omega fitusýrur í eigin efnaskiptum en þarfnast þeirra engu að síður til að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi. Með Pavo OmegaFit eru allar Omega 3-6-9 fitusýrurnar lagðar til í styrk sem þú finnur ekki í öðrum vörum og þá sérstaklega ekki sú mikilvægasta, Omega 3. Omega fitusýrurnar spila mikilvæg hlutverk í ýmsum líffærakerfum þar á meðal ónæmiskerfi, öndun, vöðvaendurheimt, liðum og liðleika, húð og feldi og í hjarta- og æðakerfi. Pavo OmegaFit inniheldur ekki eingöngu bólguminnkandi Omega 3 fitusýrur, heldur einnig hina einstöku Omega 6 fitusýru GLA (gamma linolenic acid) sem hefur einnig góð áhrif á bólgusvar. 

Að frátöldum styrk Omega fitusýra, eru innbyrðis hlutföll Omega 3 og 6 einstaklega mikilvæg: röng hlutföll geta haft öfug áhrif og raunar aukið bólgur. Kjörið hlutfall samtvinnað við aðgengilegan hámarksstyrk, eru þeir þættir sem gera Pavo OmegaFit að þeirri einstöku vöru sem hún er. 

Omega skort má helst greina á líflausum feldi, lágu orkustigi, lélegu ónæmissvari og almennu sleni og slappleika. 

Náttúrulegur áhrifamáttur Ahiflower olíunnar:

Mikilvægasti innihaldsþáttur Pavo OmegaFit er Ahiflower: jurtaolía sem er fullkomin nýjung í næringarfræði hesta. Stóri munurinn á Ahiflower og sambærilegum olíum er einstæður styrkur Omega 3 fitusýrunnar. Þetta er vegna þess að fitusýrurnar í Ahiflower eru frásogaðar án fyrri umbreytingar. Þetta veldur því að ekkert tapast og mun meira Omega 3 er eftir handa hestinum. Almennt er eingöngu hægt að ná viðlíka styrk úr olíum úr dýraríkinu. Pavo OmegaFit er á hinn bóginn 100% jurtaolía sem er mjög lystug og fullkomin viðbót við náttúrulega samsett heildarfóður. 

Ahiflower olía hentar einnig hundum afar vel og hefur sambærileg áhrif á hárafar og almennt heilbrigði þeirra. Ráðlögð skammtastærð er 1,25 ml pr. hver 10 kg lífþunga/dag. 

  • 100% náttúruleg jurtaolía unnin úr jurtinni akursteinku, Buglossoides arvensis (Ahiflower®)
  • Óerfðabreytt 
  • Góð uppspretta af Omega 3, 6 og 9
  • Hefur bólgueyðandi eiginleika
  • Styður við heilbrigt hárafar, hófa, liðamót, liðleika og ónæmi
  • Styður við heilbrigt bólgusvar
  • Vísindalega prófað

OmegaFit – Notkun fyrir hesta
▪ Hentar öllum hestum
▪ Notað gegn húð- og feldvandamálum eins og þurrki eða exemi
▪ Fyrir hesta með ónæmisvandamál
▪ Frábært til að styðja við endurheimt eftir erfiðar æfingar
▪ Styður við almennt heilbrigði

Innihald: 99,9 % Ahiflower®-olía / 0,1 % Fortium® RPT40 IP (náttúrulegt andoxunarefni með rósmaríni)
Hráfita 99,9 %
- Omega 3: 57,6 %
- Omega 6: 14,0 %
- Omega 9: 9,3 %

Notkun: 
15ml/dag fyrir 300kg hest
Sem viðbótargjöf stöku sinnum má 2-3 falda skammtinn

Fyrir hunda: 1,25 ml pr. hver 10 kg lífþunga á dag. 

 

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is