Hundaólar

LED ljósaól á hunda
LED ljósaól á hunda

LED ljósaól á hunda

Eiginleikar:
Vörunúmer CH15082

LED ljósaól fyrir hunda. Ein stærð, klippt niður í rétta stærð fyrir þinn hund. Fjórir litir.

LED ljósaól á hunda - 1.550 kr.
LED ljósaól á hunda - 1.550 kr.
LED ljósaól á hunda - 1.550 kr.
LED ljósaól á hunda - 1.550 kr.
Verðmeð VSK
1.550 kr.
Verðán VSK 1.250 kr.

Chrisco LED hálsólin lýsir í kraftmiklum litum og gerir hundinn sýnilegan í allt að 500m fjarlægð. Notið ljósaólina með hefðbundinni ól hundsins. Hægt er að stilla ólina þannig að hún blikki hratt, blikki hægt eða lýsi stöðugt, með því að þrýsta einu sinni, tvisvar eða þrisvar á starttakkann. Þrýstið einu sinni enn til að slökkva.

Upplagt að nota sitt hvorn litinn ef um fleiri en einn hund ræðir til að þekkja hver er hvað í lausagöngu í myrkri. 

Engin þörf er á því að skipta um rafhlöður þar sem að ólin er hlaðin með USB tengi. Það er mjög auðvelt og fljótlegt að endurhlaða LED hringinn með USB snúru sem fylgir. Hleðsluinnstungan á ólinni er varin með gúmmíi svo að nota má ólina óháð veðri. 

Lengdina má stilla að hálsumfangi hundsins þíns með því að klippa sílikonið milli LED ljósa. Eftir það er lokið sett á nýja endann og ólin er tilbúin til notkunar. Nota má LED ljósahringinn má nota bæði fyrir síðhærða og stutthærða hunda. Óháð feldlengd mun ljósahringurinn sjást í allt að 500 metra fjarlægð.

Svona hleður þú rafhlöðu LED hringsins:

  • Athugið að slökkt sé á ólinni. Að öðrum kosti hefur það áhrif á hleðslutíma og líftíma LED hringsins.
  • Tengið USB snúruna við hringinn.
  • Tengið hinn enda snúrunnar við hleðslubanka, tölvu eða annan straumgjafa.
  • Gaumljós lýsir dauft við hleðslu.
  • Gaumljósið slokknar þegar hleðslu er lokið og rafhlaðan er fullhlaðin. Hleðslutíminn er c.a 1 til 1,5 klst. 

Fullhlaðinn hringurinn lýsir skært í 6 - 8 tíma. Ljóstími fer eftir því hvaða stilling er notuð. 

Með þessum LED hálshring getið þú og hundurinn þinn gengið öruggari í umferðinni í myrkrinu. Afar erfitt er fyrir bílstjóra og vegfarendur að sjá hunda í lausagöngu og í taumi án endurskins/ljóss. Gerðu allt sem þú getur til að vera sýnilegri í umferðinni. 

Athugið.
LED hálshringurinn er með CE-, RoHS-og WEE- vottun.

Lengd óklippt: 70 cm

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is