Flýtilyklar
Kálfafóður
Kálfaþróttur
Vörunúmer
10112
Kálfaþróttur er kjarnfóður sem hentar naut-og kvígukálfum frá 3ja mánaða aldri til vöðvauppbyggingar og þyngdaraukningar.
- Kálfaþróttur hentar bæði nauta- og kvígukálfum eftir 3ja mánaða aldur.
- Mælt er með því að skipta rólega úr Alíkálfafóðri yfir í Kálfaþrótt við 3ja mánaða aldur.
- Fóðrið inniheldur 16% prótein sem er nauðsynlegt fyrir vöðvauppbyggingu kálfsins.
- Kálfaþróttur inniheldur fremur hátt hlutfall trénis sem gerir það að verkum að hægt er að gefa mikið magn sé ætlunin að láta gripi vaxa hratt, þá einkum naut.
- Mikilvægt er að fóðra kvígukálfa í hæfilegu magni á 3ja-12 mánaða aldursskeiðinu til að stuðla að sem heilbrigðastri júgurmyndun, en 500-600 gr vöxtur á dag er oft álitinn heppilegur fyrir kvígur á þessu tímabili.
- Veita má nautum frjálsan aðgang að Kálfaþrótti fram að slátrun. Mælt er með 1-2 kg á dag fyrir kvígukálfa.
- Sé ekki veittur frjáls aðgangur að fóðrinu er mælt með 1-2 kg skammti pr. grip á dag.
- Kálfaþróttur inniheldur forblöndu steinefna- og vítamína sem sérstaklega er löguð að þörfum kálfa.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.
Leit
Karfa
Skoða körfu
Karfan er tóm