Flýtilyklar
Melting & góðgerlar
Leovet Digestive Balance olía
Digestive Balance olían hefur góð áhrif á meltingarveg hesta.
Inniheldur fimm mikilvægar olíur, þ.e. hörfræolíu, kúmenolíu, bitra fennelolíu, anísolíu og olíu úr ceylonkanil, allt olíur sem hafa róandi og styrkjandi áhrif á meltingarveg og þarma og geta aukið heilbrigði meltingarinnar.
Hörfræolía: sér líkamanum fyrir nauðsynlegum fitusýrum sem hafa jákvæð áhrif á öll efnaskipti, ónæmiskerfið og meltinguna.
Kúmenolía: getur haft góð áhrif á jafnvægi meltingarvegarins, minnkað áhrif magabólgna og haldið sníkjudýrum í skefjum.
Bitur fennelolía: minnkar krampa í meltingarvegi.
Anísolía: róar magann, styrkir og hjálpar til við meltingu.
Ceylonkanill: minnkar vindgang.
Notkun: Fylltu skammtarann upp að æskilegum skammti með því að kreista flöskuna varlega. Hallaðu flöskunni til að tæma skammtarann.
Fóðrun: Daglegur skammtur er 10 ml á hver 100 kg lífþunga. Gott að skipta þessu í 3 skammta á dag. Gefið sér eða út á kjarnfóður. Geymið á köldum stað og notið innan 4 vikna frá því að flaskan er opnuð.
Innihald: Hörfræolía, olía úr svörtu kúmeni, bitur fennelolía, anísolía, olía úr ceylonkanil, repjuolía.
Tæknileg aukefni: DL-alfa-tókóferól.
Magn: 500 ml
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.