Psyllium hýðið myndar hlaupkennt slím þegar það kemst í snertingu við vökva og gagnast hestum sem hafa gengið um á möl/sandi eða í mikið bitnum/rofnum hólfum þar sem mikil hætta er á sandinntöku. Hercules Psyllium Husk Fiber Apple má nota bæði fyrirbyggjandi og sem hluta af meðferð gegn sandsöfnun í meltingarfærum hestsins.
Samsetning: Psyllium hýði 65%, eplahrat 23,7%, sykurrófuhrat 6%, dextrósi 5%, sipernat (rykbindiefni) 0,2%, ilm- og bragðefni 0,1%.
Greiningarþættir: Hráprótein 4%, hráfita 7,5%, trefjar 6%, hráaska 2%, natríum 0,1%
Ráðlagður dagskammtur:
Notað fyrirbyggjandi: 15 grömm á hver 100 kg. hests.
Þegar sandur greinist: 30 grömm á hver 100 kg. hests.
Verður að gefa þurrt. Gætið þess að hesturinn hafi greiðan aðgang að hreinu vatni.
Geymist í lokuðum umbúðum á þurrum og köldum stað.
Best fyrir: 24 mánuðum eftir framleiðsludag.
2 kg í fötu.