Flýtilyklar
Melting & góðgerlar
Pavo GastricEase
Pavo GastricEase er múslífóður sem veitir alhliða stuðning við hesta með viðkvæman maga og eru í lítilli eða engri vinnu.
Trefjar eru mikilvægar heilbrigðri meltingu þar sem þær stuðla að því að hesturinn tyggi. Þegar hestur tyggur myndast munnvatn sem inniheldur bí-karbónat sem hefur hlutleysandi áhrif á sýrur. Þetta er mikilvægt til að hlutleysa áhrif sýra í efri hluta magans. Þessu til viðbótar inniheldur Pavo GastricEase kalkþörunga (AveMix® Calitho) sem hefur enn meiri og langvarandi áhrif til hlutleysingar.
Aðrir mikilvægir innihaldsþættir eru sykursnautt sykurrófuhrat og eplahrat sem innihalda hátt hlutfall pektína. Pektín styður ekki aðeins við vöxt góðgerla í meltingarveginum, heldur myndar það líka hlaupkennt slím sem myndar varnarlag sem ver magavegginn fyrir skaðlegri sýru.
Í fóðrinu er macleaya þykkni (Sangrovit®), efni sem hefur vel þekkta virkni til streituminnkunar. Minni streita getur aukið viðnám magaveggjarins gegn skaðlegum áhrifum magasýra.
GastricEase er lágt í sykri og sterkju sem dregur úr sýrumyndun í maga hesta, sem er enn annar þátturinn í þeim stuðningi sem fóðrið veitir hestum með viðkvæman maga.
Pavo GastricEase inniheldur bæði góðgerla sem og góðgerlabætandi þætti sem koma stöðugleika á iðraflóruna og auka meltingu trefja. Í fóðrinu er að finna Yea-Sacc® góðgerla.
Fóðrið er samsett fyrir hesta í léttri vinnu. Það inniheldur vel samsetta blöndu steinefna, vítamína og nauðsynlegra snefilefna. Ekki er því þörf á frekari kjarnfóður- eða steinefnaviðbót.
Lykileiginleikar:
- Trefjarík hráefni sem stuðla að aukinni tyggingu fyrir heilbrigða meltingu
- Inniheldur hlutleysandi efni sem vinna gegn sýrumyndun
- Langverkandi hlutleysing magasýra
- Auðugt af pektíni sem myndar varnarhjúp í maga hesta
- Inniheldur góðgerla og góðgerlabætandi þætti sem styðja við örflóru meltingarvegar og auka meltanleika fóðurs
- Þaulreynd vara sem prófuð var á meira en 100 hestum í þróunarferlinu
Notkunarleiðbeiningar:
- Daglegur skammtur: 250 g pr. 100 kg lífþunga; 0,75 kg fyrir 300 kg hest.
- Ábending: Skiptið daglegum skammti í 2-3 gjafir. Þannig veitir GastricEase meiri stuðning við hestinn þinn.
Samsetning: Refasmári, hrísklíð (þrýstihitameðhöndlað), eplahrat, sykurrófuhrat (< 8% sykur), hörfræ, sojaolía, kalkþörungar (Avemix Calitho), lignósellulósi, sólblómafræ, reyrmelassi, mónókalsíumfosfat, þaninn maís, þurrkuð epli, þurrkaðar rauðrófur, gulrótarflögur, ertuhýði, Macleaya þykkni, jurtablanda, hveitifóður, kaffifífill, sólblómafræmjöl, ger (Yea Sacc), repjuolía, hörfræolía, natríumklóríð (salt).
Greiningarþættir á kg fóðurs: Meltanleg orka 10 MJ, breytiorka 8,5 MJ, kalsíum 2,4%, hráaska 12,7%, hráfita 9,7%, hrátréni 21,2%, hráprótein 11,1%, magnesíum 0,32%, fosfór 0,79%, natríum 0,11%, sterkja 6%, sykur 4%.
Aukefni á kg fóðurs:
Vítamín: D-bíótín 3.340 mcg, fólínsýra 2,5 mg, níasínamíð 33 mg, pantóþensýra 22 mg, A-vítamín 10.020 AE, B1-vítamín 24 mg, B2-vítamín 16 mg, B6-vítamín 13 mg, D3-vítamín 2.672 AE, E-vítamín 508 AE, K3-vítamín 4 mg. Snefilefni: Kopar (3b405) 60 mg, joð (3b202) 0,7 mg, járn (3b103) 145 mg, mangan (3b503) 126 mg, selen (3b801) 1,09 mg, sink (3b605) 249 mg, Yea-Sacc ger (Saccharomyces cerevisiae CBS 493.94) 1.6 10^9 CFU.
15 kg í poka
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.