Bætiefni fyrir hunda og ketti

VetiCoal kolaþykkni f. gæludýr 30 ml
VetiCoal kolaþykkni f. gæludýr 30 ml

VetiCoal kolaþykkni f. gæludýr 30 ml

Vörunúmer MLFP3065

VetiCoal er þykkni sem inniheldur virkjuð kol (lyfjakol) sem geta gagnast þegar iðrakveisa gerir vart við sig, vindgangur er til staðar og sem inngrip við eitrunum í hundum og ýmsum smádýrum.

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar.
Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðmeð VSK
1.690 kr.
Verðán VSK 1.363 kr.

VetiCoal er þykkni sem inniheldur virkjuð kol (lyfjakol) sem geta gagnast þegar iðrakveisa gerir vart við sig, vindgangur er til staðar og sem inngrip við eitrunum í hundum og ýmsum smádýrum. VetiCoal er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi. 

VetiCoal

  • Veitir náttúrulegan stuðning við heilbrigt meltingarkerfi.
  • Getur dregið úr einkennum á borð við vindgang og niðurgang. 
  • Gott að eiga heimavið sem snemmbúin viðbrögð við eitrunum. 

Nota skal VetiCoal þegar:

  • Dýr þjást af vindgangi
  • Magaónot og óróleiki gerir vart við sig
  • Niðurgangur gerir vart við sig
  • Dýr éta yfir sig
  • Dýr éta rusl eða hræ á víðavangi
  • Grunur er um eitrun vegna nagdýraeiturs - Leitið að auki ávallt strax til dýralæknis!
  • Dýr innbyrða eitraðar plöntur/sveppi - Leitið að auki ávallt strax til dýralæknis!
  • Dýr éta pottablóm eða afskorin blóm á borð við liljur og lauka - Leitið að auki ávallt strax til dýralæknis!
  • Dýr innbyrða lauk, hvítlauk - Leitið að auki ávallt strax til dýralæknis!
  • Dýr innbyrða lyf á borð við parasetamól og íbúfen - Leitið að auki ávallt strax til dýralæknis!
  • Dýr (hundar) innbyrða súkkulaði - Leitið að auki ávallt strax til dýralæknis!

ATH! Leitið tafarlaust til dýralæknis ef grunur er um eitrun eða ef dýr hefur innbyrt fæðu sem getur verið hættuleg viðkomandi tegund. 

VetiCoal inniheldur 50% af virkjuðum kolum (lyfjakolum). Ráðlagður skammtur af virkjuðum kolum er 1 g/kg lífþunga og því er ráðlagður skammtur af VetiCoal 2 g/kg lífþunga. Nánari upplýsingar um skammtastærðir fyrir mismunandi tegundir er að finna á umbúðum og á mynd. 

Innihaldsefni: Virkjuð lyfjakol, sjávarþari.

Fóðrunarleiðbeiningar:
Gefa má VetiCoal beint í munn með sprautunni sjálfri eða blanda þykknið í fóður. Dýrin þurfa ávallt að hafa aðgang að fersku drykkjarvatni. Gefa má VetiCoal kettlingum og hvolpum frá 12 vikna aldri. Fylgjast skal með dýrinu við inntöku VetiCoal.

Má gefa hundum, köttum, minni spendýrum (naggrísir, kanínur, mýs, rottur, hamstrar) og skriðdýrum. 

Fæst í 30 ml þykknistúpu. 

Geymsla: Geymið á köldum og þurrum stað við hitastig undir 25°C og ekki í beinu sólarljósi.

Lykilorð: Virkjuð kol, lyfjakol, lífkol, gæludýr, hundar, kettir, smádýr, skriðdýr, eitrun, magakveisa

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana