Hestafóður

Pavo 18Plus
Pavo 18Plus

Pavo 18Plus

Vörunúmer BTR10063

Fóðurbætir fyrir hesta sérstaklega ætlaður eldri hestum sem enn eru í mikilli þjálfun eða hestum sem eru of léttir. Próteinríkt og ríkt af auðmeltanlegum trefjum.

Verðmeð VSK
6.290 kr.
Verðán VSK 5.073 kr.

Þú getur ekki komið í veg fyrir að hesturinn þinn eldist, en þú getur hjálpað honum að eldast vel.

Virknin í líkama hestsins byrjar að breytast þegar hestur hefur náð 18 vetra aldri. Skilvirkni meltingar minnkar og næringarefni nýtast ekki eins vel úr fæðunni og eru ekki eins auðmeltanleg. Til að byrja með er erfitt að taka eftir þessum breytingum þar sem margir hestar geta haldið áfram að vinna vel þó þeir eldist. Samt sem áður verða breytingar á næringarþörfum hestsins. Til dæmis þarf eldri hestur meira prótein í fóðrinu til að viðhalda góðu formi og vöðvamassa, og hefur minni getu til að vinna úr sykri og sterkju í fóðrinu. Þetta hnignunarferli byrjar þó svo við sjáum ekki strax breytingu á hestinum utan frá. Það er því ráðlagt að byrja að gefa hestinum kjarnfóður sem hentar betur eldri hestum áður en breytingarnar fara að verða auðsjáanlegar utan á hestinum. 

Pavo 18Plus er múslífóður sem hefur allt sem til þarf fyrir eldri hesta. Fóðrið inniheldur mikið af auðmeltanlegum trefjum sem hjálpar eldri hestum þar sem meltingakerfið verður minna skilvirkt með aldrinum. Inniheldur nauðsynlegar amínósýrur til að viðhalda vöðvum og góðu formi. Fóðrið inniheldur einnig auka magn ómega 3 og ómega 6 fitusýra, heppilegt hlutfall kalks og fosfórs, afoxandi efni sem styðja við ónæmiskerfið auk heppilegs hlutfalls vítamína og steinefna fyrir þennan aldurshóp. Inniheldur litla fóðurköggla sem er auðvelt fyrir hesta með tannvandamál að innbyrða. Hægt er að gefa fóðrið þurrt eða bleyta upp í því fyrir gjöf.

Ráðlagður skammtur/dag fyrir hest pr. hver 100 kg af lífþunga: 300g (ekki meira en 800 g á hver 100 kg líkamsþyngdar á dag, fer eftir magni gróffóðurs). Ef gefa á blautt má blanda það með vatni í hlutföllunum 1:1.  

Innihald: Refasmári (alfalfa), hveiti, spelt, sojabaunamjöl ristað, melassi úr sykurrey, sólblómafræ útdregið, hveiti, sojaolía óerfðabreytt, eplahrat, hörfræ, hveiti, þanið bygg, þaninn maís, baunaflögur, natríumklóríð, kalsíumkarbónat, magnesíumoxíð, hveitklíð, gulrótaflögur, kaffifíflahrat, hörfræolía, ölger, CellProtect.   

Greiningarþættir (per kg) : Hráprótein 14,5%; hráfita 6,9%; hrátréni 15,3%; hráaska 10,4%; sykur 5,7%; sterkja 14,9%; orka 9 MJ. Aukefni (per kg): Stein- og snefilefni: kalsíum (Ca) 0,97%; fosfór (P) 0,39%; natríum (Na) 0,94%; kalíum (K) 1,32%; magnesíum (Mg) 0,91%; kopar 61 mg; járn 174 mg; sink 378 mg; mangan 240 mg Selen 1,16 mg; joð 1,45mg. Vítamín: A-vítamín 16.872 AE; D3-vítamín 3.224 AE; E-vítamín 437 AE; K3- vítamín 6,3 mg; B1-vítamín 23mg; B2-vítamín 26 mg; B6-vítamín; pantoþeniksýra 25mg; fólín 13 mg; níasín 40mg; D-bíótín 542mg.

Hér má finna frekari upplýsingar um Pavo 18Plus frá framleiðanda

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana