Vetramil þófavaxið er sérstaklega samsett til að vernda þófa á hundum. Þófar geta verið undir miklu álagi, bæði að sumri og vetri. Ís, snjór, salt, hraun og gróft undirlendi geta valdið þurrki og sársaukafullum sprungum.
Hátt hlutfall ensíma í hunanginu virkar afar græðandi á sprungur og býflugnavaxið myndar varnarlag sem hvort tveggja stuðlar að heilbrigðum þófum. Þófavaxið er beiskt á bragðið, sem minnkar líkur á að hundurinn sleiki það af.
Vetramil vörurnar voru þróaðar í Hollandi í samvinnu við háskólann í Wageningen. Vetramil inniheldur hunang með mjög hátt hlutfall glúkósa oxídasa ensíma (GOx). Þökk sé GOx, umbreytist hunangsklúkósi í glúkónsýru og hæglosandi vetnisperoxíð, sem er bakteríudrepandi og hreinsar sýkt sár. Lágt pH gildi stuðlar einnig að náttúrulegri gróanda.
Hunangið í Vetramil er dauðhreinsað og undir ströngu eftirliti til að tryggja fullnægjandi innihald ensíma, sem er lykilatriðið í verkun Vetramil.
Kjarnaolíurnar auka sótthreinsieiginleika Vetramil, því þær eru bakteríu og sveppadrepandi, en einnig græðandi og skordýrafælandi.
Vetramil inniheldur ekki Tea Tree olíu.