Pavo bætiefni

Pavo MuscleBuild
Pavo MuscleBuild

Pavo MuscleBuild

Vörunúmer 87240

Pavo MuscleBuild er fóðurbætir fyrir hesta, sem inniheldur mysuduft, vel þekkt fæðubótarefni í heimi vaxtarræktar. 

Verðmeð VSK
14.390 kr.
Verðán VSK 11.605 kr.

Hentar fyrir tryppi og unga hesta sem þarfnast stuðnings við vöðvafyllingu. Einnig tilvalið fyrir keppnishesta.

Pavo MuscleBuild styður hraða vöðvauppbyggingu. 

Ert þú að þjálfa ungan hest og vöðvaþroskinn heldur ekki í við annan þroska? Eða áttu keppnishest sem vantar meiri vöðvamassa? Hestur getur ekki fjölgað vöðvum en það er hægt að gera þá stærri og massameiri. Með þjálfun má virkja vöðvafrumur til að geyma meiri orku, sem gerir hestinum kleyft að bæta framistöðu sína en til þess þarf að styðja við ferlið með auka næringarefnum. 

Vöðvauppbygging hesta

Pavo MuscleBuild inniheldur mysuduft, vel þekkt fæðubótarefni í heimi vaxtarræktar. Mysuduft inniheldur fjölda amínósýra sem nauðsynlegar eru vöðvauppbyggingu. Amínósýrur eru próteinkeðjur og byggingareiningar vöðvamassa. D3-vítamín dregur úr vöðvaþreytu og karnitín styður við orkubúskap vöðvafrumna. Pavo Muscle Build inniheldur náttúrulegt CellProtect andoxunarefni sem kemur böndum á skaðlegar, frjálsar stakeindir (free radicals). Pavo MuscleBuild inniheldur ekki hveiti og er þ.a.l. glútensnautt.

Mikilvægir eiginleikar

  • Styður við vöðvauppbyggingu og vöðvaþroska hjá ungum hestum
  • Styður við vöðvauppbyggingu hjá rýrum hestum og keppnishestum
  • Inniheldur karnitín og nauðsynlegar amínósýrur til vöðvauppbyggingar
  • Hjálpar til við að koma í veg fyrir vöðvaþreytu

Notkun

  • Fyrir hesta sem þarfnast stuðnings við vöðvauppbyggingu
  • Fyrir unga hesta sem eru nýbyrjaðir í þjálfun
  • Fyrir keppnishesta að byrja aftur eftir hvíldartímabil

Muscle Build eitt og sér eykur ekki vöðvamassa. Það gerist samhliða þjálfun og þegar þess er gætt að heildarfóðrið leggi til nægt prótein. Með gæða gróffóðri, góðri þjálfun og Muscle Build eru góðar líkur á að sjáanlegur árangur náist á þremur mánuðum.

Ráðlagður skammtur/dag fyrir hest pr. hver 100 kg af lífþunga:
16,5 g/hest/dag.

Innihald: Refasmári, mysuduft, rúgklíð, sojamjöl (ristað), kalsíumkarbónat, sojaolía, sítrushrat, dextrósi.

Greiningarþættir (pr. kg fóðurs): Hráprótein 18,9%, hráfita 3,6%, hrátréni 17,3%, hráaska 10,0%, kalsíum 1,2%, fosfór 0,4%, natríum 0,3%, magnesíum 0,15%, lýsín 7,2 gr.

Aukefni (pr. kg): V
Vítamín:
 D3-vítamín (3a671) 9.900 ae, C-vítamín (3a312) 3.600 mg.
Amínósýrur: L-karnitín (3a910) 25 g.

3 kg í fötu

 

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana