Rafgirðingaspennar

Hotline Super Eagle spennir
Hotline Super Eagle spennir

Hotline Super Eagle spennir

Vörunúmer HO47HM300-EU

Hotline Super Eagle spennir 230V og 12V varaaflsmöguleiki. 2,46joul. 

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar.
Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðmeð VSK
49.990 kr.
Verðán VSK 40.315 kr.

Hotline Super Eagle spennirinn hentar vel flestum þörfum býlisins, allt frá færanlegum girðingum fyrir kýr, hesta og kindur til kálakra, kornakra, rúllustæða og lengri hestagirðinga. Á Super Eagle spenninum er LED ljósastika sem sýnir hversu sterkur straumur er á girðingunni. Því fleiri ljós sem lýsa með hverjum púlsi, því meiri straumur er á girðingunni.   

Hægt er að nota 12V geymi (amk 75Ah) sem varaaflgjafa (fylgir ekki með).

Super Eagle rafgirðingaspennirinn hefur tvo útganga, lægri útganginn má nota til dæmis við smærri girðingar og rúllustæður. Einn af stærstu kostum Super Eagle spennisins (eins og Condor og Peregrine) er sá að hægt er að nota báða útgangana samtímis (á sitt hvora girðinguna). Ef verið er að nota báða útgangana samtímis skal hafa í huga að ef spennan minnkar á hærri útganginum minnkar hún líka á lægri útganginum.

Auðvelt er að setja upp og nota Super Eagle spenninn. Þar sem spennirinn er húsarafmagnstæki þarf hann að hanga innandyra eða í vatns og vindheldum kassa.  

Helstu kostir:

Öflugur 230V húsarafmagnsspennir
LED skjár sýnir spennu út í girðingu
Tveir útgangar (lægri útgangur fyrir td, smærri girðingar eða rúllustæður við hús)
Innbyggður afkastamælir
Öflugt ABS hylki
Hentar vel fyrir hross, svín, kindur, geitur og nautgripi
Hægt að nota við allar gerðir vírs, þráðar og borða 
Hentar fyrir allt að 30km girðingar (miðað við einn streng)
Orkugjafi: 230V og 12V varaafl
Orkunotkun: Hærri útgangur 3,4W, lægri útgangur 3,4W
Gerð orkugjafa: 230V og 12V
Hámarks drægni: Hærri útgangur 30km, lægri útgangur 10km
Orka út Joules: Hærri útgangur 2,40J, lægri útgangur 0,7J
Volt út í girðingu: Hærri útgangur 9.500, lægri útgangur 9.500
Volt við mikla útleiðslu: Hærri útgangur 4.450, lægri útgangur 2.500
Orkustillingar á straumi: Já
Aðvörunarljós lág spenna: Já

Þyngd 2.83kg

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana