Flýtilyklar
Belgjurtir
Rauðsmári SAIJA (2n) 10kg
Nýtt finnskt tvílitna yrki sem lofar góðu bæði varðandi uppskeru og vetrarþol. Ekki forsmitað.
Nýtt finnskt tvílitna yrki sem lofar góðu bæði varðandi uppskeru og vetrarþol við íslenskar aðstæður. Fræið er ekki forsmitað og þarfnast hefðbundinnar smitunar.
Rauðsmári er uppskerumikill og gefur af sér lystugt fóður og almennt góðan endurvöxt. Rauðsmári hefur ekki jarðrenglur heldur stólparót og hefur því ekki sömu möguleika á að breiða úr sér og hvítsmárinn. Hann þolir þurrk en er ekki jafn vetrar- og beitarþolinn og hvítsmári.
Ávinningur af notkun niturbindandi belgjurta í landbúnaði er vel þekktur en smárategundir líkt og aðrar tegundir af ertublómaætt binda nitur með aðstoð niturbindandi rótarbaktería. Æskilegt er að draga úr köfnunarefnisnotkun á tún þar sem smári er ræktaður, bæði til þess að bæta samkeppnisstöðu smárans en ekki síst til þess að hagnýta niturbindinguna. Í íslenskum jarðvegi skortir jarðvegsbakteríur sem binda nitur í samlífi við smárategundir. Hingað til hafa bændur þurft að sérmeðhöndla smárafræ með Rhizobiumbakteríum til þess að virkja niturbindingareiginleika smárans. Með forsmitaða smáranum frá Líflandi er þetta nú úr sögunni.
Ráðlagt sáðmagn 12-14 kg/ha.
Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.