Bits

Fager MARTIN Smart Lock
Fager MARTIN Smart Lock

Fager MARTIN Smart Lock

Eiginleikar:
Vörunúmer FAGMARTIN115L

Fager MARTIN lítur út eins og venjulegt mél en hefurðu heyrt um Fagers Smart System FSS™?

Fager MARTIN Smart Lock - 19.490 kr.
Fager MARTIN Smart Lock - 19.490 kr.
Verðmeð VSK
19.490 kr.
Verðán VSK 15.718 kr.

Fagers Smart System, FSS™ er þriggja vega læsing sem kemur í veg fyrir að mélið beygist í munni hestins og geti sært hann í góm, tungu eða á tannlausa bilinu.

Munurinn á venjulegu Lock Up méli og FSS™ er meiri en þú heldur. Á meðan hesturinn vinnur sér FSS™ kerfið til þess að halda mélinu stöðugu, sama í hvaða stöðu höfuð hestsins er. Frá lágri stöðu (höfuð teygt fram og niður) og upp í háa stöðu (hesturinn fer jafnvel upp úr beislinu), virkar læsingin, jafnvel þótt taumurinn dragi mélið uppávið og mélið snúist niðurávið, þar sem venjulegt Lock Up mél myndi missa virkni. Mélið jafnar því út óvæntar hreyfingar taumhandar knapans. 

Ef þú ert að leita að mjúku méli og ert með viðkvæman hest er þetta mél eitthvað fyrir þig. MARTIN er einnig frábært mél til að nota milli notkunar annarra méla, til að skerpa á sambandi hests og knapa. 

Lausi hringurinn gefur tafarlausa eftirgjöf þrýstins af tungu og tannlausa bilinu og mélið fer strax í hlutlausa stöðu í munni hestsins. Sumum knöpum finnst hesturinn þeirra heldur þungur á tauminn og að þeir fái hægari svörun þegar notuð eru mél með D hringjum. Þá mælum við með því að prófa að nota hefðbundinn lausan hring eða vængjamél í staðin. Vængirnir eru frábær leið til að koma í veg fyrir að mélin klípi hestinn í munnvikin og til að minnka líkurnar á að hringirnir dragist inn í munn hestsins. 

Fager prófuðu MARTIN mélin á nokkra hesta sem erfitt er að beisla. Þeir reistu höfuðið upp úr beislinu, reyndu að forðast mélin ofr. Sumir þeirra voru mjög þungir á tauminn og knaparnir þurftu að nota stöðugt stífara taumhald. Þetta gæti líka verið leið hestsins til að sýna að hann finni einhvers staðar til. Þessir hestar fundu ekki til, þetta var bara þeirra leið til þess að komast undan mélinu og taumhendinni. Fager fóru aftur í einfaldleikann og prófuðu MARTIN. Eftir nokkrar tilraunir voru flestir hestarnir orðnir rólegri og sáttari við beislið. MARTIN með vængjum og lausum hring virkaði betur á þá hesta sem hætti við að leggjast á tauminn. D hringirnir hentuðu betur þeim hestum sem vildu leika með mélið. 

Þetta eru nokkir punktar sem komið hafa frá knöpum við þróun og prófanir þessa méls:

  • MARTIN er frábært fyrir unga hesta, mélið liggur kyrrt og er nett í munni hestsins. 
  • Þrýstingur dreifist á tungu og tannlausa bilið þegar riðið er við taumsamband. Lausir hringir gefa hraðar eftir og létta þrýstingi á tungu og tannlausa bilið. 
  • Oft á tíðum eru hestar sáttari við sætmálmsmél (sweet iron) en önnur mél. 
  • FSS™ kerfið er frábær nýjung sem kemur í veg fyrir að mélið bogni of mikið og rekist í góminn, sama í hvaða stöðu höfuð hestsins er. 
  • MARTIN er hefur líka eiginleika og einjárnungur en hefur einnig sveigjanleika tvíbrotins méls. Margir hestar verða heldur þungir á tauminn á venjulegum einjárnungum og hrista hausinn á venjulegum hringamélum. Þá er MARTIN frábær blanda.  

Lengd / þykkt

  • 105mm / 4¼" - 12mm
  • 115mm / 4½" - 12mm

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana