Flýtilyklar
Hnakkar
EQUES ONE ULL
EQUES ONE – Nýstárlegur hnakkur og einstök hönnun sem styður við réttari og jafnvægisbetri ásetu knapa. One kemur með spennandi nýjung með hnépúða sem nær hærra upp en venjulegur hnépúði og veitir knapanum aukin stuðning.
One hnakkurinn er hannaður af Rasmus Møller Jensen eiganda Eques til að styðja við aukna frammistöðu og þægindi fyrir bæði knapa og hest.
Eiginleikar:
- Djúpt sæti sem veitir knapanum meiri stöðugleika, næmni og nálægð við bak hestsins
- Stuðlar að réttari og jafnari ásetu með hnépúða sem nær hærra upp en venjulegur hnépúði og veitir aukinn stuðning við knapann.
- One hnakkurinn er byggður á B hnakkvirki sem er sérstaklega hestvænt og heftir ekki hreyfingar bóga og vöðva í baki hestins.
- One er gerður úr hágæða kálfaleðri
- Hnakkurinn er einblöðungur og gefur því hraðari svörun og aukna næmni frá fótum knapans að síðum hestsins
Frábær hnakkur sem hentar fyrir daglega þjálfum og knapa sem vilja ná lengra.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.