Flýtilyklar
Fyrir rafhlöðu/rafgeymi
Hotline Harrier spennir
Hotline Harrier rafgirðingaspennirinn er handhægur 6V eða 12V spennir með tveimur útgöngum. Hann hentar vel fyrir daglega notkun, randbeitingu og stuttar hrossagirðingar.
Ef dýrin sem girða á af eru óvön rafmagnsgirðingum stillið spenninn á hærri útganginn í c.a 7 daga til að byrja með. Þetta gefur dýrunum tíma til að kynnast girðingunni og virða rafmagnslínuna. Eftir þennan kynningartíma má stilla spenninn á lægri útganginn til að spara rafhlöðuna.
Helstu kostir:
- Hærri og lægri straumútgangur til að spara rafhlöðuna.
- Mjög bjart LED gaumljós.
- Snúrur með klóm fyrir girðingu og jarðtengingu.
- Hentar vel fyrir minni hrossagirðingar og fyrir randbeit.
- Hentar fyrir allt að 1km girðingu.
Orkugjafi: 6V eða 12V
Orkunotkun: Hærri útgangur 28mA, lægri útgangur 18mA
Gerð orkugjafa: 1 x P44 rafhlaða, sjá vörunúmer HOP44 eða 12V rafgeymir
Hámarks drægni: 1 km
Orka út Joules: Hærri útgangur 0,84J, lægri útgangur 0,04J
Volt út í girðingu: 7.800 / 6.200
Volt við mikla útleiðslu: 1.600 / 1.500
Endingartími rafhlöðu: 8 / 13 vikur
Þyngd - 3.1kg
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.