Flýtilyklar
Fyrir rafhlöðu/rafgeymi
Hotline Buzzard rafgirðingaspennir
Hotline Buzzard rafgirðingaspennir fyrir 12V rafgeymi.
Buzzard rafgirðingaspennirinn hentar vel til notkunar á lengri girðingar, þar sem ekki er hægt að nýta húsarafmagn. Mikilvægt er að jarðtengja girðinguna vel til að fá sem besta nýtingu á spenninum.
Buzzard spennirinn er öflugur rafgirðingaspennir með tveimur útgöngum. Ef verið er að girða af dýr í fyrsta skipti skal nota hærri útganginn í c.a viku til að dýrin kynnist og virði strauminn en eftir það má lækka strauminn til að spara rafhlöðuna. Ef verið er að nota spenninn til að halda dýrum úti skal spennirinn alltaf vera stilltur á hærri útganginn.
Þar sem Hotline Buzzard spennirinn er hannaður til að nota við lengri girðingar er nauðsynlegt að nota öfluga, endurhlaðanlega 12V 75-125Ah geyma með spenninum. LED ljós blikkar grænt ef spennirinn virkar eðlilega en breytist í rautt ljós þegar hlaða þarf geyminn. Spennirinn gefur frá sér hljóð ef geymirinn er rangt tengdur.
Helstu kostir:
Öflugur 12V spennir
Mjög bjart LED gaumljós.
Snúrur með klóm fyrir girðingu og jarðtengingu.
LED ljós blikkar grænt ef spennirinn virkar eðlilega en breytist í rautt ljós þegar hlaða þarf geyminn.
Hærri og lægri útgangur á spennu
Hentar fyrir allt að 25km girðingu (miðað við einn streng).
Orkugjafi: 12V
Orkunotkun: Hærri útgangur 320mA, lægri útangur 160mA
Gerð orkugjafa: 1 x 12V geymir
Hámarks drægni: 25 / 20km
Orka út Joules: 2,24J / 1,24J
Volt út í girðingu: 11.500 / 8.400
Volt við mikla útleiðslu: 4.900 / 3.500
Endingartími rafhlöðu: 1 – 2 vikur
Aðvörunarljós orkulítil rafhlaða: Já
Þyngd 3.086kg
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.