Flýtilyklar
Saddles & accessories
Eques Expert hnakkur
EQUES EXPERT – hnakkur hannaður fyrir hámarks afköst - af Rasmus Møller Jensen
- Meðaldjúpt og jafnvægisgott sæti með næmri tengingu við hestinn
- Vel lagðaður hnjápúði með góðum stuðningi við læri og snertir ekki hnéð
- B-virki
- Hægt að skipta út hnakknefsjárni - járn A
- Gerður úr hágæða kálfaleðri
- Hnakkaábreiða fylgir
Expert kemur með einstökum og vel löguðum hnépúða. Hnépúða sem ég hef sjálfur hannað og breytt nokkrum sinnum, til að búa til hinn fullkomna stuðning við lærið og sem snertir ekki hnéskelina. Á þennan hátt hefur hnépúðinn áhrif á ásetuna og þú finnur greinilega að hnépúðinn auðveldar þér góða og jafnvægisrétta ásetu. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, þú þarft að finna það í hnakknum.
Expert er byggður á B virki. Virki sem sameinar það besta úr nokkrum áttum, framhallandi staðsetningu hnakknefsins sem auðveldar hestinum allar bóghreyfingar, vítt á milli dýna, sem gefur bakvöðvunum frelsi til hreyfinga og að lokum, halla dýnanna sem gefa frábært samband við hestinn.
Það þétta samband við hestinn sem Expert gefur er frábært fyrir þá sem vilja sýna allra bestu hliðar hestsins síns í sýningum og keppni.
I stuttu máli er Expert ætlaður í keppni en er auðvitað einnig frábær fyrir alla þá knapa sem vilja næmt samband við hestinn.
– Rasmus Møller Jensen
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.