Flýtilyklar
Tvíbrotin mél
Hrímnir mél 45° Volcano
Hrímnismélin eru byggð á áralangri vöruþróun í samvinnu við leiðandi íslenska knapa og dýralækna.
Mélin eru gerð úr hágæða málmblöndum af færustu málmiðnaðarmönnum.
“L” Merkið: á að vera niðri til vinstri miðað við að mélið sé uppi í hestinum.
Hrímnir mælir með því að velja einni stærð stærri en venjulega (+0,5cm) þar sem að mélið er bogadregið
- Tvíbrotið
- Einstök nickel laus koparblanda sem eykur munnvatnsframleiðslu
- Grönn (12 mm) hönnun og bogadregið mél sem eykur þægindi hestsins
- 45° bogi í mélinu sem passar betur í munn hestsins
- Rúnnaður, stuttur biti og löng múffa sem eykur þægindi og stöðugleika
- EUIPO skráð hönnun
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.