Flýtilyklar
Bætiefni fyrir hunda og ketti
EliteFlex Forte fyrir hunda 60ml
EliteFlex Forte er þrívirkt bætiefni fyrir hunda sem eflir heilbrigði liðamóta og vöðva.
EliteFlex Forte er þrívirkt bætiefni fyrir hunda sem eflir heilbrigði liðamóta og vöðva.
EliteFlex Forte er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi.
EliteFlex Forte er sérþróað fyrir hunda til stuðnings við liði og brjósk sem hafa orðið fyrir álagi og skaða. Tímabil mikillar virkni geta aukið á slit og álag og komið niður á hreyfigetu hundsins. Að auki hægir öldrun á endurnýjunarmætti brjósk- og liðavefja.
Lykilþættir í EliteFlex Forte eru:
- Omega 3 - Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega 3 styður við ferli sem draga úr bólgum og sársauka af völdum gigtar auk þess að hægja á minnkun liðvökva.
- Hýalúronsýra - Samsett úr d-Glúkúrónsýru og N-asetýl D glúkósamíni og finnst í frumuvef, einkum í stoðvef hunda og katta. Hýalúrónsýra er þekkt fyrir þann eiginleika að geta myndað vökvalausnir með mikla seigju og er eitt af lykilefnum liðvökva (smurefni liðamótanna) í hundum og köttum.
- E-vítamín - Vel þekkt andoxunarefni.
- Glúkósamín - Eykur styrk glýkósamínóglýkana í liðum. Þetta eru byggingareiningar brjóskvefjar. Glúkósamín auka á hýalúronatframboð í liðum. Hýalúrónat er grunneining í liðvökvanum, smurefni liðamótanna.
- Kondróítín súlfat - Náttúrulegt "bindiefni" vatns sem hjálpar liðum að þola stöðugt álag og högg. Kondróítín súlfat hindrar jafnframt virkni ensíma sem æta brjóskvef í sködduðum liðamótum.
- Sinkkelöt - Ásamt brennisteini mynda þau keratín sem er mikilvægur stoðvefur.
Fóðrunarleiðbeiningar fyrir hunda:
Má gefa hvolpum eftir að þeir hafa verið vandir af spena. Blandið vel saman við fóður.
- Að 5 kg: 2 ml daglega í 30 daga.
- 5-15 kg: 4 ml daglega í 30 daga.
- 15-30 kg: 8 ml daglega í 30 daga.
- 30+ kg: 12 ml daglega í 30 daga.
Fæst í 60 ml þykknistúpum.
Lykilorð: Liðamót, liðir, liðagigt, bætiefni, gigt
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.