Flýtilyklar
Bætiefni fyrir hunda og ketti
MultiBoost fyrir hunda
MultiBoost fyrir hunda er bætiefni með vítamínum og steinefnum sem styður við heilsufar, ónæmiskerfi og velferð hundsins þíns.
MultiBoost er lystugt og næringarríkt þykkni sem styður við heilbrigðan og hraustan hund og bæta má út á daglegt fóður. MultiBoost er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi.
MultiBoost gagnast:
- Til stuðnings góðu heilsufari
- Ónæmiskerfinu
- Aukinni velferð
- Til að viðhalda heilbrigðum og virkum hundi
Sólhattur - Þekktur fyrir góða eiginleika og ávinning og fyrir að styðja við ónæmiskerfi og styðja við þol gegn sýkingum.
Karnitín - Nauðsynlegt fyrir vöðvavirkni, sér í lagi fyrir eldri hunda og til að tryggja heilbrigðan vöxt í ungum hundum. Hjálparefni við eðlileg frumuefnaskipti.
C-vítamín - Styður við ónæmiskerfi, örvar frumuátsvirkni hvítra blóðkorna og myndun mótefna. Nýgotnir hvolpar mynda afar lítið C-vítamín og geta því notið góðs af umframmagni frá móður.
Omega 3 og 6 - Mikilvæg næringarefni fyrir heilbrigða húð og feld.
B-vítamín - Viðhalda heilbrigðri lyst. Örva vöxt, fóðurnýtingu og bæta ástand felds og húðar.
E-vítamín -Vel þekkt andoxunarefni.
Fóðrunarleiðbeiningar hunda:
Hentar hvolpum eftir að þeir hafa verið vandir af spena. Blandið vel saman við fóður.
- Að 5 kg: 2,5-5 ml daglega.
- 5-15 kg: 5-7,5 ml daglega.
- 15-30 kg: 7,5-10 ml daglega.
- 30 kg+: 10-15 ml daglega.
Fæst í 60 ml þykknistúpum og 150 ml flösku á vökvaformi.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.