Flýtilyklar
Hestafóður
Pavo - SpeediBeet
Pavo SpeediBeet er trénisríkur fóðurbætir sem eingöngu er unninn úr sykurrófuhrati og er án melassa. Sykurrófuflögurnar eru sérmeðhöndlaðar sem gerir það að verkum að þær blotna hratt upp og eru tilbúnar til fóðrunar á 10 mínútum.
SpeediBeet er lystugt, hægmelt og trénisríkt fóður sem leggur til orku sem endist hrossunum lengi eftir gjöf.
Trénið í Speedi Beet getur haft jákvæð áhrif á þarmaflóru. SpeediBeet inniheldur lítinn sykur (5%) og er án sterkju og melassa. Hentar vel fyrir hross með hófsperru eða EMS, hross sem þrífast ekki vel, eldri hross með tannvandamál, sem uppspretta hægmeltrar orku fyrir keppnishross og fyrir vandláta hesta.
Ráðlagt magn (m.v. þurra vöru):
Til viðbótar öðru fóðri: 25 g á dag / 100 kg af lífþunga.
Í stað hluta gróffóðurs (fyrir eldri hross): 400 g á dag / 100 kg af lífþunga.
Blandað við vatn í hlutföllunum 1 hluti SpeediBeet á móti 3 hlutum vatns.
Athugið! Má ekki gefa þurrt! SpeediBeet verður að bleyta upp fyrir notkun. Gætið þess vel að hestar komist ekki óheftir að fóðrinu. Sykurrófuflögur þenjast mikið út og geta valdið skaða séu þær gefnar þurrar.
Innihald: Sykurrófuhrat (flögur) án melassa.
Greiningarþættir (á kg fóðurs): Meltanleg orka 12,0 MJ, efnaskiptaorka 9,9 MJ, hráprótein 10,0%, hráfita 0,7%, hrátréni 16,0%, hráaska 9,0%, kalsíum 0,7%, fosfór 0,1%, natríum 0,2%, kalí 1,1%, magnesíum 0,3%, sykur 5,0%, sterkja 0,0%, lýsín 3,2 g, meþíónín 1,5 g.
Nettóþyngd: 15 kg
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.