Flýtilyklar
Grænfóður
-
Fóðurrófa GOWRIE
Gulrófur sem henta bæði til fóðurs og manneldis. Gefa mikla þurrefnisuppskeru á hektara. Hafa góða mótstöðu gegn kálæxlaveiki og mjöldögg.
Verð -
Vetrarrepja AKELA
Gamalreynt yrki sem gefur ágæta uppskeru. Er laufmikið með hátt meltanleikahlutfall.
Verð -
Sumarrepja HELGA
Snemmsprottin og lystug. Þarf mun færri vaxtardaga en vetrarrepja en þarf líka að nýta hratt.
Verð -
Vetrarrýgresi TURGO (4n)
Uppskerumikið ferlitna yrki. Gefur mikla og sykurríka uppskeru með hátt meltanleikahlutfall. Góður endurvöxtur.
Verð -
Logasmári HEUSERS OSTSAAT
Einær smárategund sem hentar í grænfóðurblöndur, t.d. með vetrarrýgresi og sumarhöfrum. Fræið kemur forsmitað.
Einær smárategund sem hentar í grænfóðurblöndur, t.d. með vetrarrýgresi og sumarhöfrum. Fræið kemur forsmitað. Verð -
Hestabaunir Sampo
Snemmþroska finnskt hestabaunayrki til fóðurs. Einna fyrst til þroska þar í landi. Óvíst um þroska hérlendis. Sama bakteríusmit og fyrir ertur.
Verð -
Bakteríusmit f. ertur/baunir/flækjur
Einn poki dugir til að smita 100 kg af ertufræi og hestabaunafræi.
Verð -
Sumarrýgresi LEMNOS (4n)
Uppskerumikið og snemmsprottið ferlitna rýgresi við íslenskar aðstæður.
Verð -
Sumarrýgresi SWALE (2n)
Uppskerumikið; tvílitna; þaulreynt hérlendis; góður endurvöxtur; hentar til beitar og sláttar.
Verð -
Vetrarrýgresi NANA (4n)
Nana er uppskerumikið, ferlitna (4n) yrki sem gefur mikla uppskeru þurrefnis, skilar góðum endurvexti og er sjúkdómaþolið, einkum fyrir ryðsvepp.
Verð -
Vetrarrýgresi DANERGO (4n)
Uppskerumikið, ferlitna (4n) yrki með kröftugan vöxt og skríður seint.
Verð -
Vetrarrýgresi DASAS (2n)
Uppskerumikið tvílitna (2n) yrki sem hentar vel í bland við ferlitna yrki.
Verð -
Vetrarrýgresi MEROA (4n)
Uppskerumikið, ferlitna (4n) og þaulreynt yrki sem hefur gefið góða raun. Skríður snemma.
Verð -
Sumarhafrar SCOTTY
Grænfóðurhafrar. Nokkuð hávaxnir. Skríða seint. Þýskt yrki. Hentar einnig til kornþroska í hlýrri sveitum.
Verð -
Sumarhafrar Nike
Grænfóðurhafrar. Skríða seint. Finnskt yrki. Hentar einnig til kornþroska í hlýrri sveitum.
Verð -
Vetrarrepja UNICORN
Nýtt fljótsprottið blendingsyrki með mikla vaxtargetu. Getur gefið góðan endurvöxt með réttri nýtingu.
Verð -
Vetrarrepja HOBSON
Uppskerumikið, hávaxið og blaðríkt yrki, tilvalið fyrir haustbeit. Lystugt og með háan meltanleika.
Verð