Flýtilyklar
Hafrar
Hafrar til þroska PERTTU
Fljótþroska finnskt yrki með hátt þurrefnislhlutfall. Hátt hlutfall betaglúkana og hvít sterkja. Hentar því vel til manneldis.
Fljótþroska finnskt yrki með hátt þurrefnislhlutfall. Hátt hlutfall betaglúkana og hvít sterkja. Hentar því vel til manneldis. Perttu hefur gefið góða raun í íslenskum tilraunum með tilliti til uppskerumagns og kornþroska.
Hafrar eru heldur seinni til kornþroska en bygg, almennt nægjusamari á köfnunarefnisáburð, þolnari á súran jarðveg og þurrkþolnir. Hafrar geta gefið góða uppskeru og eru prýðilegt kjarnfóður fyrir skepnur. Auðveldast er að láta hafra ná þroska á sandjörð. Fuglar láta hafra frekar í friði en bygg og þeir eru almennt þolgóðir í haustveðrum. Hafrar henta vel sem skjólsáning en líka er sniðugt að sá þeim með ertum. Sumarhafrar hafa reynst vel til grænfóðurræktar í þurrum sumrum þar sem þeir eru þurrkþolnari en rýgresi.
Ráðlagt sáðmagn 180-200 kg/ha.
Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.