Flýtilyklar
Hófar & hárafar
Mervue EquiBoost 3 kg
EquiBoost er steinefnafóður á duftformi, sem leggur til fjölvítamín og góðgerlabætandi þætti sem styðja við frammistöðu, magaheilbrigði og magavirkni hesta í mikilli vinnu og þjálfun.
EquiBoost inniheldur 26 lykilnæringarefni, þ.á.m. lífræn snefilefni (kelöt), á formi sem tryggir mikla upptöku. Steinefni á þessu formi þola betur ferðalagið um meltingarveg hestanna og eru mjög aðgengileg.
Lykileiginleikar:
- Alhliða bætiefni og fjölvítamín.
- Hár styrkur 26 lykilefna á aðgengilegu formi.
- Inniheldur FOS (fjölsykra) til stuðnings magaheilsu.
- Styður ónæmiskerfið.
- Styður við heilbrigði liða og beina.
- Styður við heilbrigði hófa, hárs og felds.
Fóðrunarleiðbeiningar (m.v. 350 kg hest): Bæta skal EquiBoost við daglegt fóður í einn mánuð fyrir mikla vinnu og keppni. Hesturinn þarf ávallt að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Gefið ekki 24 tímum fyrir erfiðisvinnu.
Fullorðnir hestar: 30g (1 kúfuð skeið er 50g)
Folöld: 15g
Greiningarþættir: Kalsíum 6%, fosfór 3%, natríum 2%, meþíónín 5%, lýsín 5%, magnesíum 0%.
Samsetning: Díkalsíumfosfat, frúktóólígósakkaríðar (FOS, góðgerlabætir), kalsíumkarbónat, natríumklóríð, hörfræolía (leggur til Omega 3).
Aukefni í 1 kg:
Vítamín: A-vítamín (3a672a) 1.000.000AE, B1-vítamín (3a820) 1.700mg, B2-vítamín (3a825i) 1.700mg, D3-vítamín (3a671) 50.000mg, B6-vítamín (3a831 sýankóbalamín) 6.000mcg, C-vítamín (3a300) 3.200mg, E-vítamín (3a700 a-tókóferól) 50.000mg, K3-vítamín (3a711) 200mg, níkótínsýra (3a314) 2.000mg, kalsíum D-pantóþenat (3a841) 1.000mg, bíótín (3a880) 40mg, fólínsýra (3a316) 800mg.
Snefilefni: Kopar (3b413 klósamband kopars af glýsínhýdrati) 1.600mg, sink (3b607 (klósamband sinks af glýsínhýdrati) 4.000mg, mangan (3b506 klósamband mangans af glýsínhýdrati) 3.250mg, járn (3b108 klósamband járns af glýsínhýdrati) 4.000mg, joð (3b202 kalsíumjoðat) 200mg, selen (3b802 natríumselenít) 25mg.
Efnafræðilega vel skilgreind með efni með áþekka verkun og vítamín: Omega 3 27.000mg.
Amínósýrur: Þreónín (3c410) 50.000mg, lýsín (3.2.3) 50.000mg, meþíónín 50.000mg.
Magn: 3 kg í fötu.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.