Pavo bætiefni

PAVO E'lyte
PAVO E'lyte

PAVO E'lyte

Vörunúmer 87290

PAVO E'lyte er steinefnablanda með rafvökum (elektrólítum). Mikilvægt fyrir hesta til endurheimtar á steinefnum líkamans eftir að hesturinn svitnar, t.d. við erfiða þjálfun. Hentar fyrir alla hesta.

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar.
Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðmeð VSK
9.990 kr.
Verðán VSK 8.056 kr.

Þegar hestur svitnar missir hann bæði raka og steinefni eins og natríum, kalíum, klór, kalsíum og magnesíum. Þessi steinefni eru mikilvæg fyrir uppbyggingu og virkni vöðva og eru kölluð rafvakar. Ef hestinum er ekki bætt upp þetta tap rafvaka hefur það áhrif á frammistöðugetu hestsins, sem getur þjáðst af þolleysi og sljóleika. Ef ekki er að gætt getur hesturinn ofþornað og þjáðst af magakrömpum. 

E'lyte er góð viðbót við saltþarfir hestsins og inniheldur blandan öll nauðsynleg steinefni líkamans. Hlutföll blöndunnar henta vel fyrir hesta í mikilli þjálfun til að endurheimta sölt sem tapast með svita. E'lyte inniheldur einnig auka magnesíum, sem er mikilvægt í ýmsum ferlum líkamans. Hún inniheldur ekki hveitivörur og hentar því vel með glúteinfrírri fóðrun. 

Á veturna þarf að passa upp á endurnýjun salta í líkama hestsins, sérstaklega eftir miklar æfingar eða keppnir. Á sumrin þarf einnig að huga að því að hesturinn svitnar einnig vegna umhverfishita og þarf því fóðrun á söltum á heitum dögum þó hann sé ekki undir miklu þjálfunarálagi. 

Fóðrun: Hestar gætu þurft að venjast bragðinu af rafvökunum og því er gott að byrja á að gefa í litlu magni og auka það svo hægt og hægt. Blandið E'lyte saman við fóðrið. Fyrir vandláta hesta gæti hjálpað að blanda því saman við eplamauk eða eplasafa. Einnig er hægt að blanda saman við eplamauk og gefa með ormalyfjasprautu. 

3 kg í fötu. 

 

 

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana