Flýtilyklar
Saltsteinar
KÚASTEINN
Steinefnabættur saltsteinn fyrir kýr og önnur jórturdýr.
Mikilvægi salts fyrir búfénað: Salt samanstendur af tveimur frumefnum, natríum og klór (NaCl). Þessi frumefni eru miklvæg dýrum svo tauga- og vöðvakerfi líkamans virki rétt. Salt hjálpar dýrum einnig að stjórna sýrustigi líkamans. Skortur á salti getur valdið lystarleysi, þyngdaraukningu eða þyngdartapi. Geymsla þessara frumefna er lítil í líkama dýranna og því er mikilvægt að gripirnir hafi stöðugt aðgengi að salti þar sem dýrin eru vel til þess gerð að stjórna saltinntöku eftir þörfum.
Kúasteinninn er steinefnabættur saltsteinn ætlaður kúm og öðrum jórturdýrum.
Kúasteinninn er samsettur úr náttúrulegu salti ásamt viðbættum nauðsynlegum snefilefnum. Saltsteininn má nota í lírænum búskap samkvæmt reglugerðum (EB) nr. 834/2007 og (EB) nr. 889/2008.
ATH: Vegna stein- og snefilefnainnihalds má inntaka á þessari vöru ekki vera meiri en sem nemur 1,5% af daglegri heildarinntöku.
Greiningarþættir: Natríumklóríð (38,5% natríum), kalsíumkarbónat (0,3% kalsíum), magnesíumoxíð (0,1% magnesíum).
Aukefni á kg:
Snefilefni: Sink (sinkoxíð) E6 – 300 mg, mangan (mangan(II)oxíð) 5b502 – 200 mg, kopar, (koparoxíð) E4 – 80 mg,
joð (kalsíumjoðat) E2 – 50 mg, selen (natríumselenít) E8 – 20 mg, kóbalt (basískt kóbaltkarbónat, einvatnað) E3 – 12 mg.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.