Skordýravarnir

SnailStop sniglagirðing

Eiginleikar:
Vörunúmer AK291130

Frábær nýjung til að verja grænmeti og gróður fyrir sniglum án þess að nota eitur sem einnig hefur áhrif á önnur skordýr. 

Tengi milli tveggja sniglagirðinga - 2.990 kr.
Tengi á sniglagirðingu 2 stk - 1.890 kr.
Auka borði 10m - 5.360 kr.
Auka borði 20m - 9.490 kr.
SnailStop sniglagirðing - 14.990 kr.
Verðmeð VSK
14.990 kr.
Verðán VSK 12.089 kr.

Rafmagnsgirðingin ver grænmetið þitt og gróðurinn fyrir sniglum án þess að nota sniglaeitur. Sniglagirðingin er algerlega skaðlaus fyrir fólk og gæludýr. 

Svona virkar girðingin: Rafmagnsgirðingin myndar tálma fyrir allar gerðir snigla í garðinum. Girðingin hefur tvo rafmagnsleiðara sem liggja hlið við hlið. Ef snigillinn snertir báða leiðara fær dýrið óþægilegan rafstraum sem rekur það til baka. 

Þar sem að straumurinn er lágur (9 V rafhlaða) skaðast dýrin ekki heldur fá aðeins óþægilega tilfinningu sem rekur þau strax til baka. Önnur dýr og fólk finna strauminn ekki og hann er algerlega skaðlaus. 

Lím er á borðanum, sem festist við næstum allt yfirborð (plast, málm, við, stein, steypu) og stytta má borðann ef þörf er á. Hreinsa þarf það yfirborð sem líma skal borðana á. Auðvelt er að lengja með auka 10 metra borða (AK291128) eða 20 metra borða (AK291129) og tengjum (AK291127). 

Enga rafmagnsþekkingu þarf til að tengja borðann við rafmagnsspenninn. Tengiklipsi tengir girðinguna við rafmagnsspenninn. Tvö LED ljós auðvelda eftirlit með stöðu rafhlöðunnar og straumi girðingarinnar. 

Tengja má nokkrar girðingar saman með girðingatengi (AK291126) og nota þá sama rafmagnsspenni fyrir allar girðingarnar. Með þessari aðferð er hægt að lengja girðinguna í hámark 30 metra. 

  • Áreiðanlegt
  • Umhverfisvænt 
  • Án eiturs 
  • Drepur sniglana ekki 
  • Skaðlaust fólki og gæludýrum 
  • Auðveld uppsetning 
  • LED ljós auðvelda eftirlit og viðhald 
  • Hægt að lengja
  • Tengja má saman fleiri en eina girðingu

Settið inniheldur:
1 x Rafgirðingaspenni með tengiklipsi 
1 x 10m rafborða (AK291128)
1 x 9 Volta rafhlöðu 
1 x Leiðbeiningabækling 

Aukahlutir:
AK291128 Auka sniglagirðing 10m borði
AK291129 Auka sniglagirðing 20m borði
AK291126 Tengi milli tveggja sniglagirðinga 
AK291127 Tengi á sniglagirðingu SlugStop 2 stk 

https://katalog.kerbl.com/en/snailstop/

No more snails with SnailStop - Electric snail fence from Albert Kerbl GmbH on Vimeo.

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana