Steinefni & vítamín nautgripir

Búkolla Hámark II með Vistbót
Búkolla Hámark II með Vistbót

Búkolla Hámark II með Vistbót

Eiginleikar:
Vörunúmer 81260

 

Búkolla Hámark II inniheldur nú bætiefnið Vistbót sem dregur úr metanlosun um 10% og eykur fóðurnýtingu um 6%. 

Búkolla Hámrk með Vistbót - 11.590 kr.
Verðmeð VSK
11.590 kr.
Verðán VSK 9.347 kr.

Blandan var sett saman út frá niðurstöðum íslenskra heysýna  sem safnað var á 10 ára tímabili, sem gerir blönduna sérstaklega samsetta fyrir íslenskar aðstæður og þarfir íslenskra kúa.

Búkolla - Hámark er blanda sem er einkum hugsuð fyrir hámjólka kýr. Blandan inniheldur hátt hlutfall andoxunarefna og E-vítamíns auk lífræns selens sem nýtist betur en hefðbundið selen. Þá inniheldur blandan Levucell SC góðgeril.

Meðal lykilatriða eru:

 1) Torleysanleg steinefni. Þær innihalda allar steinefni á formi sem er torleystara en áður hefur tíðkast (Intellibond). Þannig nýtast þau steinefni sem í blöndunni eru lengur og betur.

2) Andoxunarefni. Nýju blöndurnar hafa allar að geyma andoxunarefni sem kallast AOmix, sem geta aukið styrk frumuhimna og þannig haft áhrif til lækkunar á magni frírra fitusýra í mjólk og bættu heilsufari.

3) Góðgerlar. Tvær af blöndunum innihalda lifandi góðgerla, Levucell SC, sem hjálpa til við að bæta góðgerlaflóru í meltingavegi kúnna. Þannig má bæta vambarumhverfi gripanna, draga úr sýrustigssveiflum í vömb, auka nýtingu fóðurefna sem og auka vellíðan gripa.

Búkolla Hámark inniheldur nú einnig bætiefnið Vistbót sem dregur úr metanlosun um 10% og eykur fóðurnýtingu um 6%.

Vistbót inniheldur nokkrar gerðir ilmkjarnaolía sem draga úr vexti frumdýra í vömb sem mynda vetni. Frumdýrin vinna náið með bakteríutegundinni Archea sem notar vetnið til að mynda metan sem jórturdýr skila frá sér í formi rops. Er þetta náttúruleg leið jórtudýra til að losa sig við umfram vetni sem myndast við niðurbrot á tréni (sellulósa), einkum úr grösum. Minni framleiðsla af vetni leiðir af sér minna byggingarefni til metanmyndunar.

Í Vistbót er einnig lifandi góðgerill (Saccharomyces cerevisiae) sem heldur sýrustigi í vömb jöfnu og ýtir undir ediksýrumyndun í stað metanmyndunar. Lifandi góðgerill og ilmkjarnaolíurnar verða þess valdandi að fóðurnýting eykst um allt að 6% og metanlosun minnkar sem nemur 10. Hefur þetta verið rannsakað og vottað af fjölda óháðra rannsóknaraðila og niðurstöður þessar birtar í virtum ritrýndum tímaritum þessu til staðfestingar.

Notkun:150 g á grip á dag

Hentar t.a.m. vel sáldað yfir kjarnfóður eða í heilfóður

Nánari upplýsingar um Búkollu Hámark II með VISTBÓT hér

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana