Flýtilyklar
Girðingastaurar
Holtastaur f. tappa 102 cm
Girðingastaur sem er sérstaklega hannaður til að koma fyrir þar sem jarðvegur er grýttur/harður eða á klöppum og nefndur holtastaur.
Holtastaur er plaststaur sem hentar einkar vel þar sem bora þarf fyrir staurum, t.d. í klappir og mjög grýtt undirlag. Fyrst er 16 mm kambstál rekið niður og síðan er staurnum smeygt ofan á það. Neðst í staurnum er botnstykki sem skorðar hann kirfilega á kambstálinu. Staurinn er boraður fyrir vírafestingar (tappa) fyrir fimm víra. Festingunum/töppunum er smeygt yfir vírinn og þeim smellt í götin. Lok og botnstykki eru brædd á staurinn og hann því ein heild.
Lengd 102cm, utanmál 50mm, innanmál 40mm.
Vírafestingar/plasttappar eru seldar sér á vörunúmeri, DR100.
-
Tappi í plaststaura
Verð48 kr. -
Mýrarstaur f. tappa 152cm
Verð1.848 kr. -
Þanvír 640m, 25kg
Verð16.733 kr. -
Kambstál/steypustyrktarjárn
Verð986 kr.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.