Flýtilyklar
Öryggisvesti karlar
Hit-Air H2 öryggisvesti
Hit-Air vestið er hannað til að draga úr alvarlegum áverkum sérstaklega á hálsi, bak, hrygg og mjóbak sem geta orðið við fall. Vestið er aðeins 0,25 sekúndur að blásast út og er einstaklega hljóðlátt.
H2 vestið frá Hit-Air kemur með spjöldum að framan og aftan. Loftpúðinn nær frá hálsi og vel niður mjóbakið.
Vestið er fest að framan með stillanlegum smellum og aðlagast því vel að knapa. Að auki er hægt að kaupa framlengingu á vestð sem gefur allt að 10cm stækkun. Sem hentar vel ef vestið er notað af mismunandi knöpum eða knapi vill hafa valkostinn að geta verið í þykkari flík undir eða ekki.
Hit-Air vestið blæs upp þegar knapi missir tengingu við hestinn í falli. Vestið er tengt við hnakkinn og þegar knapi dettur af hestinum þá losnar tengingin frá og vestið er virkjað. Það er aðeins 0,25 sekúndur að blásast út og er því orðið fullblásið þegar knapi kemur í snertingu við jörðu. Vestið er hannað með þeim tilgangi að höggdeyfa og draga úr hættu á alvarlegum meiðslum sem geta orðið við fall. Það er einstaklega hljóðlátt og því minni líkur á að hestur verður var við og fælist þegar vestið er virkjað.
Þegar vestið er virkjað þá blæs loftpúðinn upp í fulla stærð og þekur þau svæði sem eru líkleg til alvarlegra meiðsla s.s háls, bak, hrygg og mjóbak.
Öll vestin frá Hit-Air eru með séreinkennandi hálspúða sem er hannaður til að draga úr möguleikum á alvarlegum hálsáverka.
Þegar vestið er búið að blása upp er hægt að pakka því aftur saman og mikilvægt er að skipta um co2 hylki áður en notkun hefst á ný.
Með vestinu fylgja öll nauðsynleg verkfæri og leiðbeiningar til að skipta um hylki.
Ráðlagt er að fara yfir vestið árlega með því að virkja það með hylki í eða eftir sex virkjanir eða föll.
Vestið er CE merkt NF572-800:2022
Með vestinu fylgir:
- co2 hylki
- verkfæri og leiðbeiningar til að skipta um hylki
- festingar frá hnakki í vestið
- ábyrgðarskírteini
*Lágmarksþyngd knapa er 25kg til þess að hægt sé að virkja vestið við fall.
Knapar yngri en 18 ára geta notað vestið með 1621-2 skjöld sem hægt er að festa á vestið.
Hvernig á að skipta um hylki (ýttu á hlekkinn)
https://www.youtube.com/watch?v=6qbj_LtRpG0
Leiðbeiningar í PDF
https://www.hit-air.com/media/006/202404/CE-manual-E-F-D-N20240221.pdf
Stærðartafla hylkja:
H2 | ||||
Stærð | XS | S | M | L |
Hylki | 50cc | 50cc | 50cc | 60cc |
Stærðartafla:
Stærð | XS | S | M | L |
Hæð | 135-150cm | 150-165cm | 160-180cm | 175-190cm |
Brjóst | 70cm | 80cm | 85cm | 90cm |
Mitti | 55-65cm | 60-80cm | 70-90cm | 85-105cm |
Hit-Air vestin er nýsköpun í öryggi fyrir hestamennsku og eru framleidd af frumkvöðlum uppblásanlegra öryggisvesta. Hit-Air hefur sérhæft sig í uppblásanlegum öryggisvestum í yfir 25 ár. Hit-Air er margverðlaunað fyrir vestin sín þegar kemur að bæði öryggi og gæðum. Uppblásanleg öryggisvesti hafa verið notuð í mótorhjólaíþróttum til margra ára og hafað sannað sig ómetanleg við að bæta öryggi og draga úr alvarlegum meiðslum. Innleiðing uppblásanlegra öryggisvesta í hestamennskuna hefur veitt ótrúlegan árangur og er frábær viðbót í öryggi knapa.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.