Bætiefni fyrir hunda og ketti

ProBio góðgerlar f. hunda
ProBio góðgerlar f. hunda

ProBio góðgerlar f. hunda

Eiginleikar:
Vörunúmer MLFP8044

ProBio þykkni er góðgerlabætt bætiefni fyrir hunda, bæði fullorðna og hvolpa. ProBio þykknið inniheldur nauðsynlega góðgerla sem koma stöðugleika á magaflóru og meltingu. 30 og 60ml túpur. 

ProBio góðgerlar f. hunda - 2.690 kr.
ProBio góðgerlar f. hunda 30 ml sprauta - 2.090 kr.
Verðmeð VSK
2.090 kr.
Verðán VSK 1.685 kr.

ProBio þykkni er góðgerlabætt bætiefni fyrir hunda, bæði fullorðna og hvolpa.

ProBio þykknið er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi. 

ProBio þykknið inniheldur hagstæða góðgerla sem koma stöðugleika á magaflóru og meltingu þegar magastarfsemi raskast t.d. vegna:

  • Fæðuóþols
  • Í kjölfar sýklalyfjagjafar
  • Við ormahreinsun
  • Vegna streitu
  • Við fóðurbreytingar
  • Vegna eitrunar

Hvolpar: Sýnt hefur verið fram á að með notkun góðra bætiefna með heppilegu innihaldi góðgerla sé hægt að draga úr niðurgangstilfellum í ungviði, einkum þegar vanið er af spena. ProBio er auðmeltanlegt og fyrsti valkostur fyrir hvolpinn þinn. Sýnt hefur verið fram á að viðbættir Enterococcus faecium góðgerlar í fóðri hvolpa hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfi þeirra. 

Innihald:
Glýserín, maltkjarni (Malt Extract), sólblómaolía, ger og bætibakteríuörvandi efni (prebiotic manooligosaccharides og β-glucans).

Góð ráð frá dýralækninum:

  • Settu þykknið á nef eða á framfót og hundurinn mun sleikja þykknið.
  • Blandaðu þykkninu við fóður. Blöndun í blautfóður auðveldar alla gjöf.
  • Settu þykknið á fingurgóm og svo upp í hundinn.

Fóðrunarleiðbeiningar: Gefa má þykknið beint í munn með sprautunni sjálfri eða blanda því í fóður. Gefa má ProBio eins lengi og þurfa þykir og jafnvel að staðaldri. 

Fyrir hunda sem eru með mikla truflun á magastarfsemi ætti að gefa efnið 2-3svar á dag.  

  • Hvolpar (eldri en 12 vikna): 1 ml daglega. 
  • Hundar undir 5 kg: 1 ml daglega.
  • Hundar 5 - 10 kg: 2 ml daglega.
  • Hundar 10-20 kg: 3 ml daglega.
  • Hundar 20-30 kg: 5 ml daglega. 
  • Hundar þyngri en 30 kg: 8ml daglega.

Hundar þurfa ávallt að hafa aðgang að fersku drykkjarvatni. 

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana