Flýtilyklar
Smáfuglafóður
Þurrkaðir mjölormar Deli Nature 700g
Þurrkaðir mjölormar eru tilvalið fóður fyrir smáfugla og hænur, þeir eru ríkir af vítamínum og próteini. Hægt er að blanda þeim saman við annað smáfuglafóður. Mjölorma má gefa allan ársins hring.
Mjölormar henta sem nammi fyrir fugla, nagdýr, fiska, skriðdýr o.fl. þurrir eða uppbleyttir.
Þurrkaðir mjölormar eru úrvals fóður fyrir villta fugla. Þeir höfða til eðlisávísunar fugla sem eru vanir að týna upp lirfur og veita þeim kærkomna, orkuríka næringu yfir vetrarmánuðina þegar fæðuframboð er takmarkað. Garðfuglar sem venjast á fæðugjafir með mjölormum verða afar trygglyndir gestir sem munu koma aftur og aftur.
Mjölormarnir hæna einnig garðfugla að yfir sumarmánuðina og eru ein fárra fæðugjafa sem fuglar sækja í þegar framboð er annars nægilegt í náttúrunni. Oft má sjá fullorðna fugla týna þá upp til að færa ungum. Skynsamlegt getur verið að bleyta þá upp fyrir gjöf til að tryggja að þeir séu mjúkir þegar ungarnir fá þá.
Sölueining: 700 g í plastfötu.
Hvað éta villtir fuglar? Fræðsluefni um fæðuval garðfuglanna.
-
Hercules þurrkaðir mjölormar 500g
Verð2.990 kr. -
Deli Nature Protein Mix 2 kg
Verð1.790 kr.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.