Flýtilyklar
Fyrir rafhlöðu/rafgeymi
Hotline Raptor 170 spennir
Hotline Raptor 170. 1,3 joula spennir sem getur nýst við 6V, 12V og 230V
Hotline Raptor línan er ein af nýrri línum spenna frá Hotline og bjóða þeir upp á enn meiri sveigjanleika en áður. Raptor línan hentar einkar vel fyrir færanlega randbeitingu og meðal langar hrossagirðingar.
Raptor línan býður upp á aukinn sveigjanleika þar sem hægt er að nota 6V rafhlöðu, 12V geymi og 230V húsarafmagn (allar snúrur fylgja) 6V rafhlaðan er hugsuð sem varastraumur en ef notað er öflug 6V rafhlaða (sjá td vörunúmer HO47PJ6-50) má nota hana sem aðal straumgjafa spennisins sem gerir hann einkar þægilegan til að ferðast með.
Við erum ekki alltaf með straummæli við höndina svo Hotline hefur sett hringlaga gaumljós á Raptor spennana. Hið einstaka 3ja lita LED ljós snýst með hverju slagi og sýnir þér hversu mikill straumur fer inn á girðinguna. Ólíkt öðrum stöðuljósum mælir Raptor spennirinn ekki aðeins hversu mikinn straum spennirinn er að senda út í girðinguna heldur mælir hann mótstöðuna á girðingunni og sýnir þér á ljósinu raunstraum girðingarinnar. Að auki lýsir rautt LED gaumljós ef 12V geymirinn er orðinn straumlítill eða alveg tómur og spennirinn hefur fært sig yfir á 6V vararafhlöðuna (sé hún til staðar).
Galvaniseraður teinn fylgir öllum Raptor stöðvum til að hægt sé að setja spenninn upp við bestu aðstæður útivið. Athugið að þessi teinn er ekki næg jarðtenging fyrir girðinguna heldur þarf að nota amk einn 100cm tein (helst galvaniseraðan), sem rekinn er djúpt í jörðu.
Athugið að ekki er hægt að halda uppi jafn hárri spennu á 6V og á 12/230V svo að LED skjárinn gæti breytt um lit ef spennirinn fer yfir á 6V varaafl. Spennirinn getur aðeins gefið hámarksafköst sé girðingin vel uppsett og vel við haldið.
Helstu kostir:
1.7J styrkur
Hægt er að setja 6V vararafhlöðu inn í stöðina (fylgir ekki)
12V eða 240V (tilheyrandi snúrur fylgja)
Einstakt gaumljós sem mælir straum girðingarinnar
Afar sterkt ABS hylki
Galvaniserað upphengistatíf
Orkugjafi: 6V, 12V og 230V
Orkunotkun: 180mA
Gerð orkugjafa: 1 x 6V rafhlaða, 12V geymir eða húsarafmagn
Hámarks drægni: 18km
Orka út Joules: 1,7J
Volt út í girðingu: 8.600
Volt við mikla útleiðslu: 4.600
Endingartími rafhlöðu: 2 vikur (12V 75Ah geymir)
Aðvörunarljós orkulítil rafhlaða: Já
Aðvörunarljós lág spenna: Já
Lengd: 28cm
Breidd: 25cm
Dýpt: 16cm
Þyngd 2.238kg
-
Hotline Raptor 80 spennir
Verð39.990 kr. -
Rafhlaða 6V fyrir Hotline Raptor
Verð5.990 kr.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.