Bækur

Saga Andvara Tak hnakk þinn og hest
Saga Andvara Tak hnakk þinn og hest

Saga Andvara Tak hnakk þinn og hest

Vörunúmer AV001

Í Sögu Andvara er rakinn aðdragandinn að stofnun lítils hestamannafélags í Garðahreppi hinn 5. apríl 1965 og er saga félagsins rakin allt fram til loka árið 2012.

Verðmeð VSK
5.170 kr.
Verðán VSK 4.658 kr.
Í sögunni er greint frá því, hvernig fáeinir menn sem stunduðu jaðar viðfangsefni í litlum hreppi þar sem myndast hafði byggðakjarni í nágrenni höfuðborgarinnar, hófu baráttu fyrir vexti og viðgangi hugðarefnis síns. Rakið er hvernig sú barátta gekk, fyrst að fá haga fyrir reiðhrossin í nágrenni þéttbýlisins og síðan að bæta aðstöðu til ástundunar hestamennsku.
 
Þar er greint frá uppbyggingu keppnissvæðis, hesthúsahverfis, lagningu reiðvega og byggingu reiðskemmu. Sagan er um sumt átakasaga við sveitarfélagið en umfram allt saga vaxandi skilnings og uppbyggingar þar sem félagið efldist og byggðist upp rétt eins og hreppurinn sem varð að bænum Garðabæ.

Einnig er rakin saga þess, hvernig félagsmenn í Andvara leituðust við að bæta sig og hestakost sinn til að ná vaxandi ánægju og betri árangri í þessu hugðarefni sínu með uppbyggingu reiðskóla, öflugu æskulýðsstarfi og sívaxandi mótahaldi og formlegu íþróttastarfi án þess að gleyma grasrótarstarfinu með viðhaldi sameiginlegra útreiðatúra og margháttuðu félagsstarfi. Aðkoma Andvarafélaga að hrossarækt er einnig rakin.

Helgi Sigurðsson dýralæknir og sagnfræðingur skrifaði söguna, í því starfi býr Helgi m.a. að mikilli þekkingu eftir áratugastarf sem dýralæknir á höfuðborgarsvæðinu. Bókin er vönduð að allri gerð, um 260 bls. og prýðir hana fjöldi ljósmynda.

Saga Andvara er fróðleg og skemmtileg bók, óska lesning fyrir alla þá sem unna og hafa áhuga á íslenska hestinum og íslenskri hestamennsku.

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana