Flýtilyklar
Bækur
Saga Andvara Tak hnakk þinn og hest
Í Sögu Andvara er rakinn aðdragandinn að stofnun lítils hestamannafélags í Garðahreppi hinn 5. apríl 1965 og er saga félagsins rakin allt fram til loka árið 2012.
Einnig er rakin saga þess, hvernig félagsmenn í Andvara leituðust við að bæta sig og hestakost sinn til að ná vaxandi ánægju og betri árangri í þessu hugðarefni sínu með uppbyggingu reiðskóla, öflugu æskulýðsstarfi og sívaxandi mótahaldi og formlegu íþróttastarfi án þess að gleyma grasrótarstarfinu með viðhaldi sameiginlegra útreiðatúra og margháttuðu félagsstarfi. Aðkoma Andvarafélaga að hrossarækt er einnig rakin.
Helgi Sigurðsson dýralæknir og sagnfræðingur skrifaði söguna, í því starfi býr Helgi m.a. að mikilli þekkingu eftir áratugastarf sem dýralæknir á höfuðborgarsvæðinu. Bókin er vönduð að allri gerð, um 260 bls. og prýðir hana fjöldi ljósmynda.
Saga Andvara er fróðleg og skemmtileg bók, óska lesning fyrir alla þá sem unna og hafa áhuga á íslenska hestinum og íslenskri hestamennsku.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.