Hestaferðin byrjar í Líflandi

Hestaferðin byrjar í Liflandi

Hvað er gott að taka með sér?

Sumarið er tími hestaferðanna. Reiðhesturinn er aldrei betri en dansandi undir knapa í rekstri, en til að njóta ferðalagsins sem allra best er mikilvægt að muna eftir nokkrum ómissandi hlutum í ferðina.

Hnakktöskur

Sumt er bara ekki hægt að geyma í trússbílnum. Hnakktöskur í úrvali til að geyma það sem þarf að vera í seilingarfjarlægð.

Teymingagjarðir

Sterkar og þjálar teymingagjarðir í nokkrum litum. Níðsterkir teymingastubbarnir eru svo ómissandi fylgihlutur við teymingagjarðirnar.

Saltsteinar

Hestar svitna mikið á ferðalögum og það er mjög mikilvægt að þeir fái tækifæri til að vinna upp salttapið í náttstað. Saltsteinn er því nauðsynlegur í hverri ferð.

Fóður

Kjarnfóðurgjöf í náttstað getur gert kraftaverk fyrir lúin ferðahross. Mikilvægt er að fylgjast vel með rekstrinum og hafa auga með hestum sem fara að síga aftast og sýna þreytumerki. Reiðhestablandan Kraftur hjálpar hrossum við endurheimt eftir erfiðan ferðadag og styrkir þá fyrir næsta dag.

Bætiefni

Energy 1000 A/B Racing Booster er einstakur tveggja þátta fóðurbætir á þykknisformi, sem leggur til vítamín og nauðsynleg næringarefni til stuðnings orkuefnaskiptum og orkulosun. Kemur í hentugum túpum til að taka með í ferðalagið og styrkja hesta fyrir ferðadaginn. 

Pre-Fuel Gel er skjótvirk orkuviðbót sem inniheldur lífsnauðsynlegar greinóttar amínósýrur sem styðja við hámarksframmistöðu þegar á reynir.

Lactese Plus er fóðurbætiefni á þykknisformi, sem leggur til vítamín og næringarefni sem styðja við mjólkursýruefnaskipti, orkulosun og vöðvavirkni hesta.

Refuel Gel er þykkni sem leggur til háan styrk rafvaka (elektrólýta) að viðbættum B-vítamínum og andoxunarefnum fyrir skilvirka endurheimt eftir mikla svitamyndun og áreynslu. 

RecoBoost er steinefnafóður á þykknisformi, fyrir hesta sem leggur til nauðsynleg næringarefni sem tapast við áreynslu í æfingum og keppni.

Pavo Rehydrate bætir hestinum upp vökva, salt- og steinefnatap eftir langan ferðadag. Blanda má vökvanum í kjarnfóður, í vatn eða sprauta beint í munn hestsins.

Höfuðleður, reiðmúlar og taumar

Eigum mikið úrval af höfuðleðrum, reiðmúlum og taumum

Stallmúlar

Stallmúlar eru ómissandi í hverja hestaferð. Margar gerðir og litir í boði svo að enginn þarf að vera eins. Eins getur verið gott að vera með bitgrímu á þann erfiða í rekstrinum

Ferðaburstar

Mikilvægt er að strjúka mold og óhreinindi úr hnakkstæðinu til að koma í veg fyrir nudd og óþægindi reiðhestsins.

Skordýravarnir

Mývargurinn getur skemmt annars frábæran hestaferðardag. Flugnanet og flugnasprey.

Hestanammi

Horslyx hestanammið er í handhægum 650 g dósum sem falla vel í hendi og er auðvelt að hafa með sér til að verðlauna fararskjótann.

Fatnaður

Öllum finnst rigningin góð en það er samt óþarfi að blotna í gegn.

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana