Flýtilyklar
Stallmúlar, tökumúlar ofl
Fager Smart Halter stallmúll
Fager Smart Halter múllinn er framúrstefnulegasti stallmúllinn á markaðnum í dag og ætti að vera til í hverju hesthúsi. Fager öryggissylgjurnar eru hönnun með einkaleyfi. Fæst í svörtu og bláu.
Öryggissylgjurnar á hálsstykkinu gera það að verkum að afar auðvelt er að smella múlnum af hestinum með því að opna sylgjuna ef hesturinn festist og þarf að vera hægt að losa hann hratt. Einnig er gott að nota múlinn á unga eða viðkvæma hesta sem þola ekki að láta draga múlinn yfir eyrun. Slitþol sylgjanna er svipað og á leðurstallmúl og því ekki ráðlagt að nota múlinn þar sem búist má við miklum átökum, eins og td til að binda tryppi eða erfiða hesta utaná.
Þegar sylgjan á nefstykkinu er opnuð er múllinn samt enn fastur um hálsinn á hestinum og hesturinn því enn bundinn á meðan hann er beislaður.
- Litur: Svartur og blár
- Efni: Nylon
- Slitþol sylgja: Uþb. 1,5kN á hálsstykki og 2kN á nefstykki.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.