Flýtilyklar
Hóffylli- og viðgerðarefni
P3 hóffylliefni 250ml
P3 hóffylliefnið er höggdeifandi og veitir vörn og stuðning. Notist með eða án botna. Upplagt fyrir veika hófveggi, hælstoðir eða hófbotna. Dregur úr höggi á fætur hestsins, upp í gegnum hófinn.
Yfirborð hófsins verður að vera hreint og þurrt fyrir notkun. Efnið þornar á 25 sekúndum!
Hentar sérlega vel fyrir flata, grunna hófbotna og veika hófveggi sem fletjast auðveldlega út. Viðheldur heilbrigrði hóftungu með því að veita stuðning við tunguna og allan hófbotninn.
Dreifir þrýstingi og léttir því á hófveggjum og sérstaklega hælum, sem verða fyrir mesta högginu við niðurstig.
Ákaflega hentugt fyrir hesta með hófsperru og þungstíg hross.
Passar í hefðbundnar kíttisgrindur.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.