Flýtilyklar
Hnakkar
TOPREITER Unique hnakkur
Unique hnakkurinn er þægilegur með góðum stuðning í sæti fyrir knapann. Sætið er djúpt og hnépúðarnir mótaðir til að hefta ekki hné knapans en veita samt góðan stuðning. Unique styður við aukið jafnvægi knapa.
Unique hnakkurinn er með ullarfyllingu í undirdýnu og gerður úr soft swing hnakkvirkinu. Hann dreifir þyngdinni vel og styður við jafnvægi knapa með þægilegum mótuðum hnépúðum. Djúpt sæti veitir knapanum góðan stuðning og næmni við bak hestsins og heftir ekki hreyfingar. Hnakkurinn er einblöðungur og eikur þar af leiðandi næmni frá fótum að síðum hestsins.
Falleg hönnun sem sameinar þægilegan og hestvænan hnakk.
Eiginileikar:
- Sætisstærðir: 17" og 18"
- Lengd: 46 cm og 48 cm
- Hnakknefsvídd: 34 (standard), fæst grennri eða breiðari í sérpöntun
- Fylling í undirdýnum: Ull
- Móttök: Löng, fyrir stutta gjörð
- Hnakkvirki: Soft Swing
- Litur: Svartur, fæst í öðrum litum sem sérpöntun
- Þyngd: 7 kg
Með hnakknum fylgir hnakkayfirbreiðsla.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.