Flýtilyklar
Sogvörn
Sogvörn Müller 2 stk
Ný gerð af sogvörn fyrir kálfa og nautgripi, 2 stk í pakka. Tvær stærðir, glærar fyrir ungkálfa, gular fyrir eldri kálfa.
Hin nýja sogvörn Müller SuckStop er einkar auðveld í notkun. Dýrið lærir hratt að hætta að sjúga spena.
Afar auðvelt er að nota sogvörnina og einnig að fjarlægja hana. Hringurinn er sveigjanlegur svo hægt er að setja hann upp án nokkurrar aðstoðar. Ekki er möguleiki að sogvörnin herðist að miðnesinu og skaddi það. Sogvörninni er stungið upp í aðra nösina og svo er hún sveigð og sett í hina nösina með því að toga hana til. Pinnarnir eiga að snúa upp.
Venjulegar sogvarnir hafa gadda sem snúa útaávið. Þeir geta truflað önnur dýr og leitt til varnarviðbragða þeirra. Dýr sem hafa sterka sogþörf læra hægt af þessum aðstæðum. Nýja sogvörnin Müller SuckStop leiðréttir ungdýrið hratt. Pinnarnir sem snúa inn í nasirnar mynda þrýsting þegar ungdýrið reynir að sjúga önnur dýr. Þetta stöðvar þessa óæskilegu hegðun á örfáum vikum.
Dýr sem fá nýju sogvörnina byrja að éta og drekka mjög fljótt eftir uppsetningu því þau finna ekki til sársauka. Jafnvel er hægt að brynna dýrunum með drykkjarnipplum þrátt fyrir að þau séu með þessa nýju sogvörn.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.