Lífland lækkar verð á kjarnfóðri fyrir kýr og kálfa, vegna hagstæðara hráefnaverðs. Lækkunin gildir frá 3. mars og nær til allra helstu kjarnfóðurtegunda. Verðlækkunin er breytileg eftir vörutegund en að meðaltali um 1,2% (á bilinu 0,2-2%).
Uppfærða verðskrá má finna hér.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá Jóhannesi B. Jónssyni, deildarstjóra í s. 540-1139 eða johannes@lifland.is.