Flýtilyklar
Bætiefnafötur - sauðfé
Sauðfjárfata
Sauðfjárfatan er bætiefnafata sem er sérstaklega ætluð íslensku sauðfé og er auðug af lífsnauðsynlegum stein- og snefilefnum.
Sauðfjárfatan er bætiefnafata sem er sérstaklega ætluð íslensku sauðfé og er auðug af lífsnauðsynlegum stein- og snefilefnum.
Fatan inniheldur AO-mix, blöndu náttúrulegra andoxunarefna sem minnka álag á frumur þegar efnaskipti eru hröð, t.d. á seinnihluta meðgöngu og um burð.
Í samspili við E-vítamín og selen hefur andoxunarblandan jákvæð áhrif á frjósemi, heilbrigði og ónæmiskerfi fjárins.
Innbyrðis hlutfall kalsíum og fosfórs er til þess fallið að minnka líkur á stoðkerfisvandamálum og doða við burð.
Sauðfjárfatan inniheldur engin erfðabreytt hráefni.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.