Flýtilyklar
Folöld
Pavo Kickstart þykkni fyrir folöld
Pavo KickStart er ónæmisstyrkjandi, orkuríkt þykkni fyrir nýfædd folöld, auðugt af mótefnavökum og styður við mótstöðu gegn sjúkdómum og magavandamálum. Þykknið er einnig auðugt af andoxandi og ónæmisstyrkjandi vítamínum og steinefnum.
Um Pavo KickStart
Ung folöld standa frammi fyrir nokkrum áskorunum fyrstu vikur ævinnar og því er mikilvægt að ónæmiskerfi og melting byggi upp góða mótstöðu. Pavo KickStart er lykilþáttur í því sambandi.
KickStart kemur til varnar
Þegar folald kemur í heiminn hefur það veikbyggt ónæmiskerfi. Inntaka broddmjólkur með sínum ónæmisglóbúlínum á fyrstu klukkustundum í lífi folalds spilar þarna stórt hlutverk. Broddmjólkin leggur grunninn að ónæmi folaldsins áður en eiginlegt ónæmiskerfi byggist upp. Hinsvegar skal athuga að styrkur ónæmisglóbúlína er mjög misjafn frá einnu hryssu til annarar og allt að 30% hryssa eru með of lágan styrk í broddmjólk. Þetta getur veikt mótstöðu folalda og gert þau útsett fyrir sýkingum. KickStart leggur til ónæmisglóbúlín og broddduft og hjálpar folaldinu að verjast örverum með náttúrulegum hætti.
Heilbrigð melting, heilbrigt folald
Rétt eins og með ónæmiskerfið, þá er magaflóra folalds óþroskuð við fæðingu. Hún þróast á fyrstu vikum ævinnar en getur raskast, t.d. þegar folald innbyrðir skít móðurinnar. Til að styðja við heilbrigða magaflóru þarf ónæmiskerfið að hafa styrk til að ráðast að óæskilegum örverum. Án þess geta þær náð yfirhöndinni og þetta ójafnvægi getur valdið neikvæðum langtímaáhrifum. Ásamt broddduftinu inniheldur KickStart óvirkan ger (frumuveggi gersveppa). Gerinn bindur sig við skaðlegar örverur, sem gerir ónæmiskerfinu betur kleyft að finna þær og verjast. Að auki örvar gerinn ónæmiskerfið og byggir undir ónæmi meltingarinnar, sem m.a. getur dregið verulega úr líkum á skitu.
Orka & vítamín
Fyrir utan virkni ónæmis og meltingar er ýmislegt annað sem þarf að virka vel í líkamsstarfsemi folalds. KickStart leggur til vítamín, snefilefni og orku sem þarf til að styðja við heilbrigða byrjun.
Fóðrunarleiðbeiningar:
Gefið fyrstu túpuna strax eftir fyrstu broddgjöf og þá næstu innan næstu 24 klukkustunda (2 túpur í 1 pakka af Pavo KickStart). Gefið allt innihald hverrar túpu í hvorri gjöf.
Ráð við gjöf: Standið við hlið folaldsins, strjúkið munnvikið og reynið að opna munninn með því að koma fingri í munnvikið. Ef folaldið opnar munninn má hæglega koma túpunni þar fyrir og tæma hana upp í folaldið. Gott er að halda höfði folaldsins upp strax eftir gjöf, þar til folandið kyngir, til að koma í veg fyrir að efnið leki út úr munninum. Passið að folaldið geti ekki bakkað undan ykkur og þar með túpunni.
2 x 32ml þykknistúpur í hverjum pakka.
-
Pavo Colostrum folaldabroddur 150g
Verð12.390 kr. -
Pavo Folaldamjólk 10 kg
Verð19.990 kr. -
Pavo Podo Junior múslí fyrir folöld
Verð7.590 kr.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.