Flýtilyklar
Folöld
Pavo S.O.S. Kit - neyðarpakki fyrir folöld
Pavo S.O.S. neyðarpakkinn er einfaldur í notkun og nauðsynlegur ef folöld geta ekki fengið broddmjólk. Inniheldur þurrkaðan brodd, byrjunarskammt af folaldamjólk og pela ásamt ítarlegum notkunarleiðbeiningum.
S.O.S. neyðarpakkinn inniheldur:
Pavo Colostrum folaldabrodd (2 x 150 g pokar)
- Leggur nýfæddu folaldi til lífsnauðsynlega mótefnavaka
- Nauðsynlegt til að byggja upp viðnám á fyrstu 48 klukkustundunum
Pavo FoalMilk folaldamjólk (1 x 1500 g poki)
- Sérlöguð að þörfum folalda og líkir eftir kaplamjólk
- Peli með túttu fylgir (1 stk)
Notið Pavo S.O.S. pakkann strax eftir köstun ef upp koma vandamál með móðurmjólkina (helst innan 3 tíma og ekki seinna en 12 tímum eftir að folaldi er kastað).
Leitið helst ráðlegginga dýralæknis innan 24 tíma frá því að folaldið kemur í heiminn.
Mælt er með að hita mjólkina í vatnsbaði. Vatnsbaðið minnkar líkur á að mjólkin ysti eða brenni.
Notið aldrei örbylgjuofn til að hita Pavo broddinn. Mótefnavakarnir í broddinum skemmast og tapa eiginleikum sínum við háan hita. Á hinn bóginn má hita folaldamjólkina í örbylgjuofni en gætið þess að ofhita hana ekki.
-
SPRAYFO Folaldamjólk 10 kg
Verð11.690 kr. -
Pavo Colostrum folaldabroddur 150g
Verð12.390 kr. -
Pavo Folaldamjólk 10 kg
Verð19.990 kr.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.