Flýtilyklar
Gift items
Fylpróf
Fylpróf, hægt er að kanna hvort hryssa sé fengin án þess að kalla til dýralækni! Notist frá 40. til 100. (140.) dags eftir frjóvgun. Geymist í kæli/ísskáp!
Aðeins þarf 5 blóðdropa úr hryssu í hvert fylpróf og er nægjanlegt að særa hana lítillega til þess að ná þessu blóðmagni. Fylpinninn mælir þungunarhormónið PMSG í blóði hryssunnar frá 40. degi til 100. dags eftir frjóvgun. Jákvætt svar (tveir punktar) merkir að hryssan sé fylfull. Neikvætt svar (einn punktur) bendir til þess að prófið hafi verið framkvæmt rétt en að hryssan sé líklega geld.
Jákvætt svar eftir 100. dag og fram að 140. degi bendir til fylfylli hryssunnar en neikvætt svar á því tímabili þýðir ekki endilega að hryssan sé geld. Ef enginn punktur birtist gæti framkvæmd verið ábótavant eða prófið útrunnið.
Leiðbeiningar í stuttu máli: Ítarlegar notkunarupplýsingar á íslensku og ensku fylgja prófinu.
* 5 blóðdropar í bómull. Bómull í rautt glas í 2 mínútur
* Henda bómull, fylpinni í glasið í 25 mínútur
* Skola fylpinna vel, setja í gult glas í 25 mínútur
* Skola fylpinna vel, setja í blátt glas í 10 mínútur
* Lesa af: 2 punktar = Já, 1 punktur = Nei
Allur búnaður til prófs og aflestrar fylgir prófinu.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.