Flýtilyklar
Mervue hestabætiefni
Mervue Amino-Boost 3 kg
Amino-Boost er fóðurbætiefni á duftformi, sem leggur til amínósýrur til stuðnings við vöðvaþroska, styrk og þol.
Amino-Boost styður við próteinmyndun sem er mikilvæg við myndun vöðvavefjar.
Lykileiginleikar:
- Inniheldur meþíónín, glýsín og arginín, byggingareiningar kreatíns.
- Styður myndun magurs vöðvavefs og ástand yfirlínu.
- Inniheldur lykilnæringarefni sem leggja til byggingareiningar til viðhalds og uppbyggingar vöðvamassa.
- Styður getu hesta til að æfa lengur og stífar, skila auknu þoli og vinnu, seinka og minnka þreytu og bæta endurheimt.
- Styður bætta einbeitingu og minni andlega þreytu.
- Hentar fyrir alla keppnishesta.
- Hjálpar til við að bæta holdstig hesta undir miklu álagi.
Fóðrunarleiðbeiningar (m.v. 350 kg hest):
Fullorðnir hestar 15g að morgni og kvöldi blandað í fóður (ein kúfuð skeið er 25g)
Tryppi 30g að morgni og kvöldi blandað í fóður
Folöld 10g að morgni og kvöldi blandað í fóður
Athugið að hesturinn þarf ávallt að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Greiningarþættir: Hráaska 1,2%, hráprótein 68%, hrátrefjar 0,5%, hráolía og fita 1,5%, raki 5%, natríum 0%, heildarsykrur 36%.
Samsetning: Glúkósi, kreatín, hrísgrjónaklíð (Gamma Orýsanól).
Aukefni í 1 kg:
Amínósýrur: Meþíónín (3c301) 40.000mg, þreónín (3c410) 50.000mg, lýsín (3c322) 120.000mg, levsín 27.000mg, valín (3c370) 20.000mg, ísólevsín (3c3.8.1) 20.000mg, glýsín 3.620mg, prólín 4.300mg, hýdroxýprólín 12.500mg, glútamínsýra 15.200mg, alanín 3.700mg, arginín 8.050mg, asparssýra 3.700mg, fenýlalanín 4.200mg, histidín 2.200mg, týrósín 3.100mg, serín 4.400mg, systín 1.170mg, systeín 150mg.
Efnafræðilega vel skilgreind efni með áþekka verkun og vítamín: L-Karnitín (3a910) 25.000mg.
BIÐTÍMI EFTIR GJÖF: 48 tímar fyrir keppni
Magn: 3 kg í fötu.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.