Flýtilyklar
Mervue hestabætiefni
Mervue SuperCalm 60 ml
SuperCalm er fóðurbætiefni á þykknisformi, fyrir taugaóstyrka hesta þegar von er á auknu áreiti.
SuperCalm hentar hestum á öllum aldri og kemur að gagni þegar von er á auknu áreiti í umhverfi hestanna.
Hjálpar til við að róa hesta á náttúrulegan hátt.
SuperCalm dregur úr líkum á því að hestar verði æstir og örir á ögurstundu.
Lykileiginleikar:
- Inniheldur amínósýruna tryptófan, en þegar hana skortir getur það haft áhrif á skapsmuni hesta. L-tryptófan er forstigsefni fyrir taugaboðefnið serótónín, sem spilar stórt hlutverk í að róa hesta.
- Tryptófan er lífsnauðsynleg amínósýra sem hestar mynda ekki sjálfir og því mikilvægt að þeir fái hana úr fóðri.
- Inniheldur magnesíum á lífrænu formi (magnesíumkelat), sem tryggir góða upptöku.
- Styður hesta í mikilli virkni með því að draga úr taugaspennu og æsingi.
- Andoxandi efnaþættir veita stuðning við efnaskipti.
Fóðrunarleiðbeiningar (m.v. 350 kg hest):
Fullorðnir Hestar: Gefið 40ml u.þ.b. 2 tímum fyrir keppni eða annað álag. Endurtakið eftir þörfum.
Folöld: Gefið 10 – 20ml u.þ.b. 2 tímum fyrir álag (eða eftir leiðbeiningum næringarráðgjafa eða dýralæknis).
Athugið: Hesturinn þarf að hafa óheftan aðgang að hreinu drykkjarvatni.
Vítamín og næringarauki fyrir hesta. SuperCalm er samsett fyrir hesta á öllum aldri, til að draga úr stressi við álagsaðstæður.
Varan er ekki lyf og ekki skráningarskyld sem slík.
Greiningarþættir: Raki 77%, hráprótein 3,65%, hráaska 15%, hráolía og fita 0,2%, hrátrefjar 0,1%, natríum 0%, magnesíum 2%.
Samsetning: Magnesíumkelat, rósmarín.
Aukefni í 60 ml:
Vítamín: E-vítamín (3a700 a-tókóferól) 900mg, C-vítamín (3a300) 900mg, þíamín (3a821) 210mg, pýridoxín hýdróklóríð (3a831) 120mg, níkótínsýra (3a314) 120mg.
Amínósýrur: tryptófan (3c441) 2.400mg.
Magn: 60 ml í túpu.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.