Flýtilyklar
Pavo bætiefni
Pavo Eplus
Pavo Eplus styður við auma og viðkvæma vöðva eftir æfingar og inniheldur efni sem geta flýtt niðurbroti úrgangsefna í vöðvavefnum.
Pavo Eplus styður við auma og viðkvæma vöðva eftir æfingar og inniheldur efni sem geta flýtt niðurbroti úrgangsefna í vöðvavefnum.
Pavo Eplus inniheldur andoxunarefnið CellProtect sem styður við niðurbrot úrgangsefna í vöðvavefnum. Að auki inniheldur það C- og E-vítamín. Mörg vöðvabætiefni innihalda kemískt E-vítamín. Eplus inniheldur á hinn bóginn náttúrulegt E-vítamín af jurtauppruna sem eykur upptöku þess. Keppnishestar þarfnast hárra skammta af E-vítamíni til að losa úrgangsefni úr vöðvavef eða allt að 2000 einingar á dag, magn sem fæst ekki úr fóðrinu einu og sér.
Eplus inniheldur einnig snefilefnið selen en selen er oft í ónógum mæli í gróffóðri. Samsetning selens og E-vítamín örvar og virkjar ensím sem leikur lykilhlutverk í hlutleysingu frjálsra stakeinda (free radicals). Eplus inniheldur ekki hveiti og er glútenlaust fyrir vikið.
Lykilþættir
- Til viðhalds góðri vöðvavirkni
- Dregur úr sýringu vöðvavefs eftir æfingar
- Dregur úr stífni vöðvavefs
- Inniheldur náttúrulegt E-vítamín, selen og magnesíum
- Styður við góða samhæfingu við langvarandi áreynslu
Fóðrunarleiðbeiningar
- Ætlað hestum til að draga úr sýringu vöðvavefs eftir erfiðar æfingar sem liður í fyrirbyggjandi aðgerðum.
- 300 kg hestur: 50 g/dag
Innihald: Refasmári, rúgklíð, kalsíumkarbónat, magnesíumfosfat, magnesíumasetat, magnesíumoxíð, sojamjöl (ristað), sojaolía (óerfðabreytt), sítrushrat, dextrósi, CellProtect.
Greiningarþættir: Breytiorka 7,3 MJ/kg, hráprótein 14,9%, hráfita 3%, hrátréni 13,4%, hráaska 23,7%, kalsíum 2,2%, fosfór 2,6%, natríum 0,5%, magnesíum 6,0%.
Aukefni pr. kg: Snefilefni: Selen (3b811) 6mg. Vítamín: E-vítamín 2.200 AE, C-vítamín 11.000mg.
Fæst í 3 kg fötu.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.