Belgjurtir

Hestabaunir Sampo 20 kg
Hestabaunir Sampo 20 kg

Hestabaunir Sampo 20 kg

Vörunúmer 90680

Snemmþroska finnskt hestabaunayrki til fóðurs. Einna fyrst til þroska þar í landi. Óvíst um þroska hérlendis. Sama bakteríusmit og fyrir ertur.

Vara ekki til sölu í vefverslun

Sampo er mjög snemmþroska hestabaunayrki (Vicia faba) á finnskan mælikvarða. Sampo hestabaunir eru smáar og henta því vel til þreskingar og þurrkunar. Baunirnar þola jafnframt nokkuð hnjask og klofna því síður við meðhöndlun. Próteinmagn í baununum er um 33% á þurrefnisgrunni. Í Finnlandi er meðaluppskera þurrefnis um 2.800 kg/ha, og er þá átt við baunauppskeru. 

Sampo hestabaunir (einnig þekktar sem bóndabaunir eða faba baunir á erlendum málum) eru ætlaðar sem próteinfóður fyrir búfénað og henta aðallega jórturdýrum en síður einmagadýrum og þær eru ekki ætlaðar til manneldis. 

Æskilegt er að sá hestabaunum snemma til að tryggja árangur. Í Finnlandi þarf Sampo 104 vaxtardaga til baunaþroska og hitasummu upp á 1081 gráðu (summa meðalhita daga þegar hitinn á vaxtartímabili er meiri en 10°C). Hestabaunir eru af ertublómaætt og nýta sér niturbindandi Rhizobium samlífisbakteríur til öflunar á köfnunarefni, en æskilegt er að smita baunirnar með þar til gerðu smiti fyrir sáningu. Samkvæmt finnskum ræktunarleiðbeiningum er mælt með að hámarki um 30-40 kg/ha köfnunarefnis á leirkenndum og sendnum jarðvegi. Á lífrænum jarðvegsgerðum, t.d. framræstu mýrlendi er ekki mælt með köfnunarefnisgjöf. Fosfór og kalíþörf er svipuð og fyrir korn. 

Hérlendis er enn óvíst með baunaþroska en þó hafa komið fram vísbendingar um að Sampo kunni að vera nothæfur til baunaræktunar hérlendis. Eins má ætla að hægt sé að slá hestabaunir grænar og verka eins og hvert annað grænfóður/heilsæði. Æskilegt er að vanda vel til staðarvals og velja baununum helst skýlda, vel kýfða spildu með lífrænum, vel framræstum jarðvegi. Eins er gott að varast lægðir og frostpolla þar sem baunirnar eru næmar fyrir næturfrostum. Eins og hvað aðrar belgjurtir varðar þarf að huga að því að sýrustig sé ekki of lágt í ræktunarlandinu, helst ekki undir pH 6-6,5. 

Sáðmagn er um 150-200 kg/ha.  

Hestabaunir þarf að smita með bakteríusmiti fyrir sáningu. 

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is

Tengdar vörur

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana